Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
1. Fjársöfnun.
2. Örnefnasöfnun.
3. Söfnun alþýðufróðleiks.
Ég hef þegar minnst á fjársöfnunina. En varðandi
örnefnasöfnunina er rétt að geta þess, að hún var eitt víð-
tækasta og vandasamasta verkið, sem héraðsnefndunum var
falið. Það skipti miklu máli, að hún væri nákvæm og vel af
hendi leyst, svo að unnt væri að byggja á henni rannsóknir
og ritstörf síðar. Við ítarlega örnefnasöfnun verður m.a. að
gæta þess að taka öll örnefni með, jafnvel þótt þau kunni að
virðast lítilfjörleg við fyrstu sýn. Ennfremur þarf að greina
frá uppruna þeirra, ef unnt er, og ástæðum eða orsökum
nafngiftar. Þá þarf og að koma fram stutt en gagnorð lýsing
á örnefninu.
Söfnun alþýðufróðleiks tekur bæði til bundins og óbund-
ins máls, þjóðsagna og kvæða, sagna um sérkennilegar per-
sónur, menn og konur, ferðasagna og annarra fróðleiks-
þátta, er telja verður þess virði, að þeim sér forðað frá
gleymsku.
Nefndin ræddi við þrjá vísindamenn og fór fram á það við
þá, að þeir tækju að sér að rita tiltekna kafla Héraðssög-
unnar og var það fastmælum bundið. Þessir menn voru
Ólafur Lárusson, lagaprófessor við Háskóla íslands, dr. Jón
Jóhannesson, settur prófessor við norrænudeild Háskólans
og Guðmundur Kjartansson, náttúrufræðingur. Ólafur Lár-
usson prófessor, lofaði að rita fyrsta kafla sögunnar, sem var
ætlað að ná yfir landnámsöldina og ef til vill eitthvað lengra.
Dr. Jón Jóhannesson ætlaði að rita annað bindið, sem átti að
taka við þar, sem fyrsta bindinu lyki og ná til ársins 1262. En
Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, tók að sér að rita
náttúrusögu og héraðslýsingu Dalasýslu. Rétt er að geta þess
einnig, að nefndin ræddi við fleiri menn um að þeir tækju að
sér að rita ýmsa aðra þætti Héraðssögunnar. En þau mál
voru aldrei útrædd endanlega.
Ég tel rétt að rekja lítillega hugmyndir nefndarinnar um
hina þrjá höfuðþætti Héraðssögunnar, sem áður er getið.