Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
Almenna sagan átti að vera atvinnusaga og að einhverju
leyti menningarsaga héraðsins. En menningarsagan átti þó
fyrst og fremst að koma fram í bókmenntasögunni.
Almenna sagan átti að vera greinagóð lýsing á atvinnu-
skiptingu, atvinnulífi og lifnaðarháttum kynslóðanna, er
lifað höfðu og starfað í héraðinu. Þar átti einnig að geta um
helstu landnámsmennina, sem margir voru írskir, eins og
kunnugt er. Afkomendur þeirra áttu einnig að vera nefndir.
Ýmsir þeirra voru hinir merkustu, eins og t.d. Ólafur pá og
Kjartan Ólafsson, að ógleymdum Hvamm-Sturlu og ætt-
mönnum hans. Nefndin taldi að geta ætti þeirra einstak-
linga, sem verið höfðu foringjar í héraði og forystumenn í
þjóðmálum á síðari öldum. í því sambandi voru nefnd m.a.
nöfn Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Búðardal á
Skarðsströnd og Torfa skólastjóra í Ólafsdal.
Náttúrusagan átti að vera bæði staðalýsing og jarðfræðileg
þróunarsaga héraðsins. Talið var nauðsynlegt, að þar birtist
sem ítarlegust lýsing á helstu sögustöðum og myndir af þeim
og ennfremur lýsing á fögrum og hrikalegum stöðum, þótt
eigi séu þeir sögustaðir. Pá þótti ekki síður fróðlegt að fá ná-
kvæma og greinagóða lýsingu á breytingum, sem orðið
höfðu frá landnámstíð á náttúru og gróðurfari héraðsins og
dýralífi til sjós og lands.
Bókmenntasaga átti að vera þriðji aðalþáttur Héraðssög-
unnar. Var hugmyndin að þar birtist Ijóð og laust mál eftir
höfunda, sem voru fæddir eða höfðu dvalist langdvölum í
héraðinu. Pað vill nú svo til, að allmargir í hópi þekktustu
ljóðskálda og rithöfunda þjóðarinnar voru ættaðir úr Dala-
sýslu. í því sambandi nægir að nefna Stefán frá Hvítadal,
Jóhannes úr Kötlum og Stein Steinarr meðal síðari tíma
ljóðskálda.
Ritun Héraðssögu Dalasýslu varð aldrei að veruleika, eins
og mörgum er kunnugt. Meginástæðan að þannig fór um
þetta merka hugsjónamál, hygg ég hafi verið fyrst og fremst
fjárskortur. Breiðfirðingafélagið lagði reyndar til hliðar
nokkurt fé í útgáfusjóð ritsins fyrstu árin eftir að undirbún-