Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
ingur útgáfunnar hófst. En ekki leið á löngu uns félagið
þurfti á öllu sínu fé að halda vegna annars stórmáls og á ég
þar við kaupin á húseignum við Skólavörðustíg 4-6 og 6B í
Reykjavík. En sumarið 1945 festi félagið kaup á þeim.
Stofnað var hlutafélag um kaupin, Breiðfirðingaheimilið
h/f., og Breiðfirðingafélagið sjálft var stærsti hluthafinn.
Húsinu nr. 4-6 var gjörbreytt og innréttað að nýju til þess
að það hentaði sem félagsheimili og samkomuhús. Pað var
vígt og tekið í notkun formlega hinn 24. apríl 1946 sem fé-
lagsheimili og samkomustaður Breiðfirðingafélagsins.
Ýmsar ástæður urðu til þess, að framkvæmdir við undir-
búning og útgáfu á Héraðssögu Dalasýslu féllu algerlega
niður. Þrátt fyrir það lagði Breiðfirðingafélagið sjálfa hug-
sjónina, söguritun frá Breiðafjarðarbyggðum, ekki alveg á
hilluna. Það veitti nokkurn styrk til ritstarfa um búskapar-
hætti við Breiðafjörð og fleira. En þar hefur mest að unnið
Bergsveinn, fræðimaður, Skúlason frá Skáleyjum. Örnefna-
söfnun við Breiðafjörð hefur félagið einnig stutt og verið í
þeim efnum í samstarfi við Ara Gíslason, kennara. En mikið
starf og ómetanlegt hefur verið unnið við söfnun örnefna í
Breiðafjarðarbyggðum, t.d. í Dalasýslu. Er óhætt að full-
yrða, að mörgu hefur verið forðað frá algerri gleymsku í
þeim efnum, þegar haft er í huga, að margir af eldri kynslóð-
inni, sem gerst kunnu skil á fjölmörgum örnefnum, eru nú
fallnir frá. Ég veit af eigin reynslu, að sumir þeir, sem nú eru
komnir yfir miðjan aldur eða á efri ár, hefðu ekki getað veitt
eins greinagóðar upplýsingar um ýms örnefni og margir af
eldri kynslóðinni, sem nú eru látnir. Ég tel á því engan vafa,
að tillagan um útgáfu Héraðssögu Dalasýslu og sá undirbún-
ingur, sem eftir fylgdi, hafi stuðlað beint og óbeint að því, að
þessi örnefnasöfnun fór fram með svo góðum árangri.
Hugsjónin um útgáfu sögu héraðanna við Breiðafjörð var
tekin upp að nýju og þá rædd í stjórn Breiðfirðingafélagsins
árið 1957, fimmtán árum eftir að Héraðssögu Dalasýslu var
fyrst hreyft á fundi í Breiðfirðingafélaginu hinn 12. nóv. 1942.
Var þá kjörin ný nefnd til þess að kanna málið og í hana