Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
Friðjón Pórðarson
Breiðafjarðarbyggðir
Nú hillir undir hálfrar aldar afmæli Breiðfirðingafélagsins.
Það var stofnað í Reykjavík 17. nóv. 1938. Félagið hefir oft
starfað af miklum þrótti í mörgum deildum. Það hefur aldrei
lagzt í dvala né lognazt út af. Saga þess er þegar orðin löng
og samfelld, þó að bylgjufalla hafi gætt þar, eins og annars
staðar í öllu félagsstarfi og mannlífi.
Fyrir hálfri öld var öðruvísi um að litast á Islandi en nú er.
Þá var í uppsiglingu mikil breyting á búsetu og atvinnu-
háttum landsmanna. Margt fólk, sem átti djúpar rætur í
dreifðum byggðum landsins, var að byrja að fóta sig „á möl-
inni“ og eignast ný heimkynni í þéttbýli við sjávarsíðuna. í
Reykjavík hittust menn, er verið höfðu nágrannar eða sveit-
ungar í sínum heimabyggðum. Þeir fundu, að þeir áttu enn
svo mikið og margt sameiginlegt, sem þeir vildu ekki kasta á
glæ heldur varðveita eftir föngum til frambúðar í öðru
umhverfi.
Við þessar aðstæður urðu átthagafélögin til í höfuðborg-
inni. Mörg þeirra hafa starfað meira og minna fram á
þennan dag og látið ýmislegt gott af sér leiða.
Menn geta velt því fyrir sér, hvort átthagafélögin eigi nú
einhverju hlutverki að gegna eftir hálfrar aldar skeið. Ég tel,
að svo sé. Störf þeirra eru góðra gjalda verð, einkum ef þau
hafa hugfast sams konar meginatriði og mótað er skýrum
störfum í grundvallarlögum Breiðfirðingafélagsins:
Að styðja eftir megni öll þau mál, sem að dómi félagsins
horfa til menningar og hagsbóta héruðunum við Breiða-
fjörð.
Það er að vísu ekkert nema gott eitt um það að segja, að