Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 57
BREIÐFIRÐINGUR
55
Jón Júlíus Sigurðsson
Breiðfírðingafélagíð fyrr og nú!
Þegar ég nú er beðinn að setja á blað nokkur orð í tilefni 50
ára afmælis Breiðfirðingafélagsins, kemur mér fyrst í hug,
að gott og vel - þriðjungur aldar er liðinn frá því ég gegndi
formannsstöðu um eins árs skeið. En þetta er tvöfaldur
valdatími Napoleons og þrefaldur valdatími Hitlers. Aftur á
móti mun Stalín hafa setið svo lengi að völdum.
Mér finnst formennska mín að sumu leyti minna á Sigurð
slembidjákn. Einn góðan veðurdag vaknaði maður við það,
að vera orðinn formaður Breiðfirðingafélagsins. Ég hafði
nefnilega ekki mætt á aðalfundi frekar en fyrri daginn, og
hafði satt að segja ekki hugsað mér að skipta mér af stjórn
félagsins.
Það, sem ég hafði aðallega komið nálægt félagsstörfum
var í sambandi við útvarpskvöldvökurnar, sem var árlegur
viðburður hátt á annan áratug.
Ég tók að stjórna fundum og gegna öðrum skyldum for-
manns og tók þá að glæðast áhugi fyrir hag og starfsemi
félagsins.
Á sínum tíma höfðu orðið mikil átök í Breiðfirðingafélag-
inu, sem lauk með brottgöngu Barðstrendinga, sem stofn-
uðu eigið félag. Mun þess vafalaust getið annarsstaðar í riti
þessu. Snæfellingar höfðu einnig stofnað sitt félag, þegar hér
var komið sögu. Mér þótti þessi sundrung hvimleið. Átti ég
viðræður við menn úr stjórnum þessara félaga um samein-
ingu. En þar voru mörg ljón á veginum. Eitt var það, að
Breiðfirðingafélagið var það eina, sem átti umtalsverðar
eignir. Á ég þar við Breiðfirðingabúð. Hvað átti að gera við
þessa eign, ef af sameiningu yrði? Átti að gefa hinum