Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
Sr. Árelíus Níelsson
Séð yfir Breiðafjörð frá Svínanesi
„Blessuð sértu sveitin mín
sumar, vetur ár og daga. “
Aldrei hefur þetta ljúfa lag og ljóð ómað betur í eyrum en
við Söngklett undir Krossinum á Svínanesi. Þar lærði ég það
í bernsku af vörum fóstru minnar, Maríu Einarsdóttur.
Söngklettur, sem á svo undursamlegt bergmál er undir
hæð í túninu fyrir ofan bæinn. Sú hæð heitir Kross og geymir
helgar minningar, ekki síst nú í eyðisveitinni okkar, sem nú
á að svipta nafnrétti sínum um ókomin ár og aldir.
Heill sé því Breiðfirðingafélaginu á hálfrar aldar afmæli
sínu og barni þess — tímaritinu Breiðfirðingi, sem verndað
hafa og vernda vilja hið andlega og samfélagslega útsýni um
allan Breiðafjörð og byggðarlög hans. Megi sú helga við-
leitni halda ávallt merki sínu hátt. Aldrei meiri þörf en nú.
Svínanes er höfðingjasetur allt frá landnámstíð, væri rétt-
nefndur sjónarhóll við hjartastað Múlasveitar. Svo mikið er
víðsýnið og útsýnið um allt þetta stórbrotna hérað, þessa
björtu byggð, bæði til lands og hafs.
Á dögum Geirmundar heljarskinns, hins frægasta frum-
byggja og landsnámsmanns þar, mætti ætla að Krossinn
hefði verið talinn heilög hæð og Söngklettur varðveiti ljóð
og söngva liðinna alda og horfinna kynslóða á heilögum
stundum. Vart yrði betur valinn staður til slíkra helgiathafna
en þar.
„Nóttlaus voraldarveröld
þar sem víðsýnið skín.“
Allur Fjörðurinn breiði með sinn víða faðm útbreiddan,