Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
lagið og rit þess, Breiðfirðingur, hafa viljað benda á, blessa
og varðveita ókomnum kynslóðum til andlegs þroska. En er
ekki eyðisveit dæmd úr leik á því starfssviði?
Þar birtist einmitt beSt þetta verkefni. Á þessu afmæli
verður að vinna heit þess að vaka og vinna ti! að varðveita
þann auð dýrðar, víðsýnis, frelsis og fegurðar sagna og sögu,
sem brosir við frá Söngklettum þessa byggðarlags, undir
krossi eilífðar.
Allt skal gert bæði í ræðu og riti, framkvæmdum, land-
græðslu og ferðalögum til að varðveita þetta minningagull
frá söngklettum bergmáli minninga og víðsýnis til gróandi
þjóðlífs um landið allt. Gjöra allt það, sem hér er bent á og
margt fleira að perlum, sem birtast í viðeigandi fram-
kvæmdum og listaverkum handa og hugar.
Alltaf skyldi halda hátíðisdag eða daga á sjónarhæðum og
undir söngklettum sveitanna fornu en mannlausu við
Breiðafjörð á hverju sumri.
Helgar stundir með sögnum og söng, fræðslu og græðslu.
Þetta yrðu helgistundir minninga, vona og óska. Hugsið
ykkur, þótt ekki væri nema upplestur úr sagnasjóði Breið-
firðinga, t.d. ritum skáldanna fornu og nýju, að ógleymdum
rithöfundum úr sjálfum sjóði þessara minja, eins og Berg-
sveini Skúlasyni úr Skáleyjum. Hugsið ykkur hugvekju
skáldanna Jóhannesar úr Kötlum, Stefáns frá Hvítadal og
Matthíasar Jochumssonar, svo eitthvað sé nefnt af efni þess,
sem flytja mætti á þessum helgistundum átthaganna. E.t.v.
mætti svo nota orð úr gömlum Breiðfirðingi fyrir texta. Eitt
ætti ekki heldur að gleymast á þessum brautum til gróandi
þjóðlífs úr auðninni. Það er nú þegar hafið.
Fáir hafa sýnt það betur en einmitt ættin frá Svínanesi,
systkinin í Kvígindisfirði, sem er næsti bær. Þau eru nú öll
hér syðra. En þau nota nokkra daga á hverju sumri til að
varðveita og bæta bæinn sinn og halda þar öllu við, til að
fagna þar gestum í hlaðvarpa sem fyrri, með gestrisni, glað-
værð og opnum örmum. Þannig varðveita þau vinjar fortíðar
í auðn nútíðarskipulags.