Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
Halldór Kr. Kristjánsson
„... og það verður gjöf okkar til
framtíðarinnaru
Gamall sögukennari hafði eitt sinn orð á því við nemendur
sína, að það gæti ekki talist vansalaust fyrir sjálfstæða menn-
ingarþjóð að vita ekki deili á sögu sinni. Allar menningar-
þjóðir leggja nokkra stund á sína sögu og enginn veit eins
mikið um upphaf sinnar þjóðar eins og við Islendingar.
Nú vil ég segja um okkur Breiðfirðinga að það sé ekki
vansalaust fyrir okkur að vita ekki deili á sögu héraðs okkar,
sem að var til forna eitt söguríkasta hérað landsins.
Eitt af þeim málefnum, sem væri mjög æskilegt að slíkt
þjóðþrifafélag sem Breiðfirðingafélagið á að vera, tæki sér
fyrir hendur að leysa, væri að vinna að undirbúningi slíkrar
héraðssögu. Þegar til útgáfu slíkrar sögu kemur þurfum við
að sjálfsögðu að fela það verk einhverjum vel sögufróðum
manni, helst sagnfræðingi. En við getum nú þegar, hver og
einn létt honum starfið með því að safna sögum og
munnmælum, sem nú eru aðeins til óskráðar hjá elsta fólki.
Fyrir þeim fróðleik liggur ekkert annað en glatast. - Sú
aðferð við söfnunina, er ég legg til, er eftirfarandi:
Breiðfirðingafélagið gefi út blað með svipuðu fyrirkomu-
lagi og tíðkast hjá ungmennafélögum og hafi blaðið sérstaka
stjórn, ritstjórn, sem sér um allan frágang þess, og hefur veg
þess og vanda á eigin ábyrgð, án þess að félagsstjórnin sem
heild hafi þar nokkurn íhlutunarrétt. - í þetta blað skulu
félagsmenn rita frumsamin kvæði og sögur. Ritstjórn skal
leggja sérstaka alúð við að safna gömlum, óskráðum sögum
og félagsmenn rétta hjálparhönd, hver eftir getu og vilja. Og
fyrst að ég minntist á getu og vilja, ætla ég að skjóta því inn