Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
Halldór Kr. Kristjánsson.
í að það er viljinn og áhuginn, sem að ber hvert málefni fram
til sigurs. Mætti nefna mörg dæmi því til sönnunar.
í blað þetta mætti tína til margbreytt efni, s.s. galdra-,
drauga-, hjátrúar- og álagasögur. Sögur um merkilega og
sérstæða menn, hætti þeirra og venjur. Viðburðaskrá eða
annál um tíðarfar, sjávarafla og skepnuhöld, heilsufar fólks
og afkomu alla. Yfirleitt allt er snertir breiðfirskt mannlíf.
Mikið mun vera til af óskráðum, velkveðnum og
hnyttnum tækifærisvísum, sem væri gaman að hafa með, til-
drög þeirra og höfunda.
í héruðum Breiðafjarðar mun vera mikið til af allskonar
fróðleik, sem ekki hefur enn þá verið skráður og er það sér-
staklega í eyjunum og liggja til þess þær ástæður, að þeir,
sem hafa ferðast í þeim erindagjörðum vestra að safna fróð-
leik, hafa venjulega fylgt ströndinni en skilið eyjarnar eftir.
Við þurfum að leggja sérstaka stund á að ræða við gamla
fólkið og ritstjórnin þarf að hafa gott samband við alla þá, er
fróðleik og gömlum fræðum unna, hér og heima.
Gott væri að mynda sérstakan stuðnings- eða fræðslu-
flokk, er væri ritstjórninni mikill stuðningur.
Enginn mætti skrifa undir dulnefni. Geta skal þess sér-