Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
Lúðvík Kristjánsson
Hugmyndir um skóla og
uppfræðingarfisk
Lúðvík Harboe og lestrarkunnátta landsmanna
Misjafnt orð fór af konungdómi Kristjáns VI., en hvað sem
því líður var vafalaust mesta happaverk hans í þágu Islend-
inga að senda hingað til lands Lúðvík Harboe ásamt Jóni
Þorkelssyni (Thorchillius) og fela þeim að kynna sér trú- og
kirkjumál í öllum greinum ásamt menntunarástandi þjóðar-
innar. Jón hafði verið skólameistari í Skálholti 1728-1736 og
því harla vel kunnur hverjir vanhagir voru á í fyrrgreindum
efnum. Hann sigldi til Hafnar sumarið 1736 til þess að fylgja
eftir kæruatriðum, sem hann hafði sent stjórninni. Arangur-
inn varð sá, að kirkjumálastjórnin taldi þörf á að senda
mann til Islands og hyggja að þeim málum, sem Jón bar mest
fyrir brjósti. Konungur féllst á þá fyrirætlan, og tók Jón að
sér að gerast túlkur og fylgdarmaður Harboes. Þeir voru við
rannsóknir sínar 1741-1745. í kjölfar þeirra komu margar
tilskipanir, sem settar voru að tilhlutan Harboes. Þar á
meðal var hin nafnkunna „tilskipan um húsagann á íslandi“
frá 3. júní 1746.0
Meðan á rannsókn Harboes stóð höfðu Jón og hann fastar
bækistöðvar á Hólum og í Skálholti, en ferðuðust einnig vítt
og breitt um landið. Og þar sem Harboe lét til sín taka alla
fræðslu landsmanna, en þó einkum kunnáttu barna í kristin-
fræðum, lét hann hvar sem hann kom stefna til sín börnum
og unglingum til yfirheyrslu, mest á aldrinum 12-17 ára.
Rannsókn Harboes leiddi m.a. í ljós, að lestrarkunnátta
barna var mjög misjöfn eftir því hvar var á landinu. Flest
1) Lovsamling for Island II, Kbh. 1853, bls. 605-620.