Breiðfirðingur - 01.04.1988, Qupperneq 71
BREIÐFIRÐINGUR
69
átta í Breiðafjarðardölum reyndist t.d. með því besta sem
gerðist í Skálholtsbiskupsdæmi. En aftur á móti var þekking
í þessu efni mjög bágborin á ýmsum stöðum á Vestfjörð-
um.ð
Fyrsti vísir að barnaskóla hér á landi varð til í Vestmanna-
eyjum 1745, eða í sama mund og Harboe kvaddi.2) Þá er
alkunna, að Jón Þorkelsson, fylgdarmaður Harboes, gaf
allar eignir sínar til fræðslu fátækum munaðarlausum
börnum í Kjalarnesþingi (Thorchilliisjóður). Ekki fer á milli
mála, að konungsboð þau, sem birtust að áeggjan Harboes,
áttu mikinn þátt í að efla undirstöðumenntun alþýðu. Og
eigi má gleyma, þegar Harboes er getið, að hann bauðst til
að taka að sér Jón Eiríksson, síðar konferensráð, og kosta
nám hans erlendis. En Jón var einhver mesti nytjamaður
þessarar þjóðar, henni til mikils gagns og viðreisnar þann
tíma, sem hann hafði málefni íslands með höndum í stjórn-
arráðunum.
Áður en Harboe hóf rannsóknir sínar höfðu birst hug-
myndir um barnafræðslu og stofnun barnaskóla. Þar sem
sumir ætla, að þar hafi gætt áhrifa Harboes verður nú rakið
hversu háttaði um þær ráðagerðir.
Biskupahugleiðingar um stofnun barnaskóla
Biskuparnir Jón Vídalín í Skálholti og Steinn Jónsson á
Hólum sendu stjórninni bréf 1717, þar sem þeir skýrðu frá
því að fáir bændur gætu lesið og skrifað og þar af leiddi
mikla vanþekkingu í kristnum fræðum. Má af því ráða, að
þeim hefur þótt lestrarkunnáttu áfátt. Þeir álíta því brýna
nauðsyn, þar sem engir skólar séu í landinu, að skóli sé
stofnaður í hverri sýslu, þar sem fátæk börn geti lært að lesa
ókeypis, en hins vegar var efnamönnum ætlað að kosta nám
barna sinna.
1) Hallgrímur Hallgrímsson: íslensk alþýðumenntun á 18. öld, Reykjavík
1925.
2) Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja I, Reykjavík 1946, bls. 180-
181.