Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
komið slíkum skólum og þeim við haldið. - Jón Vídalín var
fyrir löngu látinn, þegar hér var komið, en Steinn Jónsson
var enn biskup á Hólum og fékk slíkt bréf frá Henrik
Ocksen. Biskup svaraði því þannig:
„Ekki er tiltækilegt að hafa fleiri skóla á Norðurlandi en
skólann á Hólum, því að landsmenn geta ekki greitt þann
kostnað, er af slíku barnaskólahaldi leiddi, en það væri vel
gert að auka ölmusustyrkinn til Hólaskóla“.2)
Augljóst er, að Steinn biskup er ekki, þegar hér er komið,
samkvæmur skoðun sinni frá árinu 1717 og fyrr getur.
Skólahugmynd Jóns biskups Arnasonar
Jón Árnason var eftirmaður Jóns Vídalíns og gegndi
biskupsstarfi í 23 ár, en lést 1743. Jón Árnason er talinn í
fremstu röð biskupa í Skálholti. Má margt fræðast um störf
hans í hinum umfangsmiklu bréfabókum hans.3) Hann var
meðal lærðari biskupa, en jafnframt mikill búhöldur og
fyrirhyggjumaður, er hafði glöggt auga fyrir allri nytsemd í
þjóðar þágu. Hann var mjög andvígur notkun áfengis og
tóbaks og fór þess á leit við stjórnina að bannað yrði að
flytja þá munaðarvöru til landsins, en mátti sín einskis gegn
eiginhagsmunum kaupmanna. Jóni var mjög annt um
skólamál og alla fræðslu, lét m.a. í því sambandi lögbjóða
fræðakver, sem hann hafði samið. En einkum er þó athyglis-
verð skólahugmynd hans, er hér verður fjallað um.
Jón ritaði 10. ágúst 1736 langt erindi um skólamál og sendi
stjórninni. Er úrdráttur þess í bréfabók stiftamtmanns.
Álitsskjal er einnig til sérstakt. Báðar þessar heimildir eru á
dönsku og verða hér raktar í lauslegri endursögn:
Hann telur, að kennsla fari einungis fram í heimahúsum,
þar sem foreldrar séu færir um að sinna henni. í yfirreiðum
sínum hitti Jón víða presta, sem fáruðust um, hve mörg
heimili væru til, þar sem enginn væri lesandi. Til þess að
1) Lovsamling for Island II, Kbh. 1853, bls. 196-197.
2) Þjóðskjalasafn - Skjalasafn stiftamtmanns III, 61.
3) Þjóðskjalasafn - Biskupsskjalasafn A IV, 7-13.