Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 74
72
BREIÐFIRÐINGUR
örva kunnáttu í lestri og skrift með alþýðu muni stofnun
skóla verða að mestu liði, og nefnir í því sambandi stofnun
barnaskóla í hverri sýslu. En þessir voru höfuðþættirnir í til-
lögum hans:
1. Fá átti hagfellda jörð í hverri sýslu, helst í nánd við sjó,
svo að aðdrættir gætu orðið sem hægastir. Þar átti að
reisa hús fyrir tíu börn úr sömu sýslu.
2. Börnin áttu að vera í skólanum allt árið, nema einn
mánuð á undan heyönnum, en þá skyldu þau dveljast
heima hjá sér og fá fatnað sinn. Iveruföt og rúmföt áttu
foreldrar að leggja til, en ekki fæði.
3. Kennarar áttu að vera fátækir ölmususveinar, er lokið
höfðu prófi í latínuskólunum, og bar að kenna lestur,
skrift og fræðin.
4. Bændur, sem væru búandi á þessum jörðum, áttu að sjá
fyrir kennara, börnum og þjónustustúlku, annast alla
aðdrætti og fjárhald skólanna, fá 12 ríkisdali fyrir fæði
hvers barns, 20 rd. fyrir fæði kennara og 14 rd. fyrir fæði
og klæði þjónustustúlku, en hún þá vera skyld að vinna
bónda, þegar hún hefði tíma til, einkum um heyannir.
Biskup telur annan kostnað af skólahaldinu 10 rd. laun
kennarans. Þannig áætlar Jón allan kostnað af skólahald-
inu 164 rd. á ári.
5. F*ar sem konungur á jarðir í sýslu, er þess æskt, að hann
gefi einhverja til skólahaldsins, en ef engar væru þar kon-
ungsjarðir átti að velja stólsjarðir. En þar sem hvorki
væri um að ræða kóngs- eða stólsjörð yrði keypt hagfelld
bændajörð, og hún greidd með álagi frá öllum sýslubú-
um. Biskup nefnir til ýmsar aðgengilegar jarðir í sýsl-
unum og getur þess, að í Múlaþingi séu margar kristfjár-
jarðir, sem í öndverðu voru gefnar til framfærslu gamal-
mennum. Arnheiðarstaðir í Fljótsdal er talin þeirra best
og skyldi taka hana til skólaseturs, en hinar kristfjárjarð-
irnar átti að leggja til hennar til framfærslu börnunum.
Gamalmenni áttu aftur á móti að vísa á framfærslu sveit-