Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
anna þar, því að vist barnanna í skólanum mundi verða
byggðunum til léttis.
Jón getur þess og, að til skólahaldsins mætti blessunarlega
taka tíundir, því að konungur hafi áður boðið að allar
tíundir skyldu luktar af jörðum konungs, kirkna og klaustra,
eins og bændajörðum. En vegna aðsjálni og fégirndar
þeirra, sem höfðu forráð konungs- og klausturjarða höfðu
tíundir brátt lagst af á þeim, nema á stöku stað á Vestfjörð-
um. En sú var tillaga Jóns, að þær tíundir, sem þá voru ekki
greiddar, en fyrr voru ákveðnar konungi eða biskupi, skyldu
heimtar og notfærðar til viðurværis skólabörnum í hverri
sýslu.
Biskup telur einnig kleift í þeim vændum, að konungur
bjóði að koma á nýjum hlut á hverjum fiskibát, einn róður
á hverri vertíð, eða með svipuðum hætti og gert var til við-
halds fjórðungsspítölunum, þegar þeir voru stofnaðir 1652.
En þar sem því verði ekki við komið leggi hver bóndi átta
skildinga árlega til skóla síns. Biskup vekur þó athygli á, að
í sumum sýslum sé ógerlegt að leggja nokkrar nýjar kvaðir á
bændurna og getur í því sambandi sérstaklega Gullbringu-
og Kjósarsýslu, sökum þess að þar hvíli margs konar skyldur
til konungsbús á Bessastöðum umfram aðra bændur
landsins.1*
Ekki dylst, að Jón biskup Árnason fylgir skólahugmynd
sinni eftir af fyrirhyggju, gerir grein fyrir hvað starfræksla
skólanna muni kosta og með hvaða hætti megi standa straum
af þeim útlátum. F>á fer eigi heldur á milli mála áhugi hans á
að bæta menntun alþýðu manna. En svo fór um tillögur
Jóns, að þær voru að engu hafðar.
Halldór Brynjólfsson prófastur á Staðastað
Staðastaður eða Staður á Ölduhrygg var um langan aldur
stærsta höfuðból í suðursveitum Snæfellsness, þótt það sé
ekki talið til landnámsjarða. Fyrst er minnst á þetta býli í
1) Þjóðskjalasafn - Skjalasafn stiftamtmanns III, 52