Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
Staðarstaður. Ljósmynd: Kristján Jóhannesson.
íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, og þá tengt árinu 1183
og nefnt Staður á SnæfellsnesiÁ Ætlað er, að Ari hinn fróði
Þorgilsson hafi búið á Staðastað.2) Þar voru afkomendur
hans, ennfremur Hvamms-Sturlu, og kemur Staður mikið
við sögu Sturlunga.3) Á Staðastað hefur verið reistur minn-
isvarði um Ara fróða í vitund þess, að hann hafi setið þar.
Staðastaður var með eftirsóttustu prestaköllum landsins,
enda var þar mikill plógur og margs konar. Var það eitt af
fjórum brauðum, sem konungur veitti. Af prestum Staða-
staðar urðu fjórir biskupar, og aðeins komu fleiri biskups-
efni frá Odda, eða sex, en það brauð veitti konungur einnig.
Biskupsefnin frá Staðastað voru: Marteinn Einarsson, Hall-
dór Brynjólfsson, Gísli Magnússon og Pétur Pétursson.4)
Halldór var fæddur 15. apríl 1692 að Saurum í Helgafells-
sveit, og voru foreldrar hans Brynjólfur Ásmundsson lög-
réttumaður, prófasts á Breiðabólsstað á Skógarströnd,
Eyjólfssonar og Vilborg Árnadóttir, seinast prests í Vest-
mannaeyjum Kláussonar. Eftir að Halldór hafði lokið prófi
1) Sturlunga I, Reykjavík 1946, bls. 229.
2) íslensk fornrit I, Reykjavík 1968, bls. VI.
3) Sturlunga II, Reykjavík 1946, sjá nafnaskrá, bls. 441.
4) Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á íslandi, Reykjavík 1950, bls. 65,
146-147.