Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
Hannes Þorsteinsson skildi bréf Halldórs þannig, að skól-
inn ætti að fá 1 Vi hlut af hverjum bát einu sinni á vertíðinni,
og það ætlar Páll Eggert einnig. En hér var, eins og fyrr er
getið, einungis um að ræða !4 hlut og þá úr hverjum róðri
alla vertíðina, og skýrist það nánar, þegar rakið verður
bréfsefnið til stiftamtmanns.
Prófastur segir í bréfi sínu til Henriks Ocksen, að hann
hafi skrifað konungi um stofnun barnaskóla í prestakalli
sínu og telur að því verði auðveldlega komið í kring án þess
að konungur missi nokkuð af tekjum sínum. Petta álit sitt
rökstyður prófastur þannig:
Frá eftirtöldum stöðum róa árlega: 1. Dritvík 40-50 bátar.
2. Hellnum 50-60. 3. Stapa 20. 4. Búðum 20-30. Stundum
eru bátarnir fleiri, sjaldnast færri. Ennfremur eru aðrar ver-
stöðvar, þar sem ekki er eins mikil útgerð, t.d. Höskuldsey,
margir staðir í Eyrarsveit og í Neshreppi: Vellir, Ólafsvík,
Rif, Keflavík, Hjallasandur, Brekkur, Gufuskálar, Önd-
verðarnes, og auk þess Bervík, Malarrif, Látur og í Staðar-
sveit: Akur, Fúlavík, Traðir og Krossar. Þá eru í Hnappadals-
sýslu: Stakkhamarsnes, Skógarneshólmi og Hítarneshólmi.
í fyrst nefndu fjórum verstöðvunum eru vertíðarhlutir að
jafnaði 120-240 fiskar, sjaldan minni. Halldór miðar við lág-
mark í útreikningi sínum, þegar hann giskar á að minnst rói
árlega frá Búðum, Stapa, Hellnum og Dritvík 130 bátar og
að vertíðarhlutur á hverjum sé til jafnaðar 120 fiskar. Par
með væri einn hlutur af þeim öllum 15600 fiskar, hálfur
hlutur 7800 fiskar og kvarthlutur skólans því 3900 fiskar eða
91 Vi vætt. En úr öðrum verstöðvum í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu giskar Halldór á að hálfur hlutur verði
helmingi minni en í þeim fjórum stærstu, og uppfræðingar-
fiskurinn því 1950 fiskar. Alls yrði því hlutur skólans 5850
fiskar eða 146 vættir og 2 fjórðungar. Fyrir þann fisk fengist
121 ríkisdalur, 5 mörk og 2 skildingar. Pað telur séra Hall-.
dór miklar tekjur miðað við það sem gerist hér á landi. Hann
telur að auðvelt ætti að vera með þessari fjárupphæð að
halda skóla fyrir nokkur börn, ef til hans verði lögð jörð.