Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
Niels Fuhrmann amtmaður ætlaði eitt sinn á Alþingi að
koma að biskupi óviðbúnum í reikningshaldi spítalanna og
búa honum sjóðsábyrgð. Jón lét þá strax senda í Skálholt
eftir 600 rd., sem þar lágu innsiglaðir og merktir spítölum
Skálholtsbiskupsdæmis.4*
Séra Halldóri hefur verið kunnugt um fjárhag spítalanna
og því ekki ætlað út í bláinn að stinga upp á að fá lán úr sjóði
þeirra til kaupa á skólajörð. En jafnframt hefur hann líklega
vænst þess, að uppfræðingarfiskurinn yrði það mikill í fram-
tíðinni, að hann gæti staðið skil á láninu ásamt vöxtum til
hospítalasjóðsins.
Skulu nú athuguð bréfaskrif séra Halldórs og annarra um
skólahugmynd hans. Áður er getið bréfanna tveggja, sem
hann ritaði 27. september 1739 og ætluð voru konungi og
stiftamtmanni. Hann kynnti Jóni Árnasyni hugdettu sína og
henni ansar biskup með spurningabréfi 26. júlí 1740. Því
svarar prófastur 6. ágúst á þessa leið:
„1. Hálfur annar hlutur eða hálf skipleiga? Meiningin er
þessi, að hálf skipleiga og hálfur hlutur er viðlíka, en hér
er bara einn hlutur svo að bætast mætti við annað hvort.
2. Tveir hlutir eða heil skipleiga? Þá er skipleiga fyrir
annan hlutinn. Hér eru sexæringar og gjörist einasta
einn hlutur.
3. Fyrir sunnan er umtalslaust, að formaður verki skips-
hlutinn, þar skipleiga er á, fyrir raskið og þökkuðu þeir
fyrir, er fengu í minni tíð; gjöra það og enn allir kóngs
formenn.
4. Þess eftirsjónarstarf meina ég eins launalaust billegt
prestum og hreppstjórum sem annað er Kristinn réttur
þeim fátækra vegna upp á leggur.
5. Að þetta gengi í gegnum svo margra hendur þótti mér
varlegra en færri væru um, því mig rankar til, að ei er
við sjó heldur en í sveit allir of varkárir.“
í lokin segist séra Halldór vera sammála biskupi í því, „að
4) Skímir LXXXIV, 1910, bls. 145 (Sæmundur Bjarnhéðinsson: Holdsveikis-
saga); Páll Eggert Ólason: Saga fslendinga VI, Reykjavík 1943, bls. 156.