Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
einlægra sé við skipeigendur að fást í slíku, en mér finnst
það mörgum impossible (ógerlegt), sérdeilis þeim, er eiga
þau (skipin) hingað og þangað, utan það, að þeir svari til
þess, er hinir forsóma“.
Eftir að biskup hafði fengið þessi svör segir hann í bréfi til
séra Halldórs 12. september, að sér sé nú orðið ljóst í hverju
tillögur hans felist varðandi uppfræðingarfiskinn. En ef
fundum þeirra bæri saman gætu þeir rætt nánar um skóla-
hugmynd prófasts. Þessu bréfi lýkur biskup þannig:
„Ef þér siglið - þá kunnið þér hæglega að skýra hr. stift-
befalingsmanninum frá yðar meiningu og tillögum og leggja
svo eitt og annað til, er yður sýnist gott að vera“.
Þegar séra Halldór var kominn til Kaupmannahafnar
skrifaði hann stiftamtmanni langt bréf 23. nóvember og
skýrir þar með nokkrum dæmum í hverju skipleiga sé fólgin,
ýmist heil eða hálf. Annars birtist þar fátt, sem ekki hafði
áður komið fram í bréfum prófasts.
Stiftamtmaður svarar séra Halldóri og segir í lok bréfsins,
að prófastur áætli andvirði uppfræðingarfisksins 121 rd., en
annað sem þurfi til að koma minnist hann ekki á. Þess vegna
sé nauðsynlegt að fá sem fyrst svör við eftirfarandi spurning-
um:
1. í hvaða prestakalli eða sókn á skólinn að vera og er
jörðin eign kóngs, stóls, prests eða kirkju?
2. Hvernig verður háttað um húsnæði skólans? Þarf að
byggja eða gera við hús, sem fyrir er, og hvað mun það
kosta?
3. Hver verða laun kennara og hvernig á að standa straum
af kostnaði við dvöl hans í skólanum?
4. Hve mörg börn geta í einu verið í skólanum?
5. Hver ber kostnað af fæði barnanna og að þ^u séu fötuð
viðeigandi?
6. Hvað má ætla kostnað hvers barns á ári á vegum skólans?
7. Hvað má ætla að mikill hluti af börnunum í prófastsdæm-
inu geti notið kennslu í skólanum?