Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 87
BREIÐFIRÐINGUR
85
Ágúst Ólafur Georgsson
Fornleifaskráning í
Stykkishólmshreppi
Sumarið 1985 fór fram fornleifaskráning í Stykkishólms-
hreppi, sem hefur, auk fastalandsins, allmargar eyjar innan
lögsagnarumdæmis síns. Var hér um að ræða heildarskrán-
ingu rústa í hreppnum öllum, og náði einnig til mannvistar-
leifa frá öndverðri 20. öld. Sveitarfélagið sýndi þann stórhug
að bera allan kostnað af skráningunni, en að henni stóð enn-
fremur Þjóðminjasafn íslands. Hætt er við að lítið hefði
orðið úr framkvæmdum, a.m.k. í nánustu framtíð, ef ekki
hefði notið skilnings hreppsnefndar og sveitarstjóra. í þessu
sambandi má nefna, að reynt var eftir föngum að afla upp-
lýsinga um minjarnar frá heimamönnum. Einkum gömlum
ábúendum og öðru staðkunnugu fólki. Ekki síst á þetta við
mannvirki frá síðustu byggð í Stykkishólmseyjum. Óhætt er
að fullyrða, að söfnun fróðleiks frá heimildarmönnum hefði
ekki rhátt dragast öllu lengur, og eru nú þrír þeirra látnir.
Eigi að síður tókst að bjarga mikilsverðri vitneskju frá
glötun, sem að öðrum kosti hefði verið týnd um tíma og
eilífð.
Skal nú fornleifaskráningunni lýst í stórum dráttum. Við
sjálfa rústaleitina var gengið sem skipulegast um landið og
eyjarnar. Sérhver rúst mæld, teiknuð og lýst skriflega, en
einnig sagt frá staðháttum og legu, sem jafnframt var merkt
inn á landakort. Ljósmyndir voru og teknar af ákveðnum
fjölda minja. Pá var höfð hliðsjón af örnefnakortum og
örnefnalýsingum, eftir því sem til voru. Áður er talin upp-
lýsingaöflun frá heimildarmönnum, sem voru allmargir.1' Á
landi var til flýtisauka ferðast um á bifreið, þar sem við varð