Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 90
BREIÐFIRÐINGUR
korti. Uppgefin mál í rústalýsingum eru venjulega lengd X
breidd x hæð. Byrjað er á að rekja byggðasögu eyjarinnar í
stórum dráttum.
Vaðstakksey
Vaðstakkseyjar er fyrst getið í máldaga Helgafellsklausturs
1377-1378 og var þá ekki í byggð.2 Sömu sögu er að segja
1397.3 Búskapur í eynni hófst fyrst árið 1695 og var aðeins
um einn ábúanda að ræða. Lending var sögð háskasöm og
spillast af grjóthruni. Ennfremur þraut vatn þar stundum.4
Vaðstakksey var einungis 60 ár í ábúð og fór í eyði 1755.5
Hún brúkaðist þó til slægna fram um miðja þessa öld. Talið
er að galdramaðurinn Þormóður Eiríksson í Gvendareyjum
(1668-1741) hafi búið í Vaðstakksey í þrjú ár.6 Nafn eyjar-
innar hefur komið fyrir í nokkrum mismunandi útgáfum.
þannig kallast hún Vallsaxey um 1378, Valdzsögsey 1397,7
Vaxtaxey 1702,8 Vallstakksey um 1800,9 Vogstakksey 184210
og loks Vaðstakksey árið 1861."
Nr. 194. Bœjarrústir
Lega: Lægð milli tveggja hæða suðvestan við miðja ey.
Lýsing: a) Innanmál um 2 x 2 m. Dyr, br. um 0,5 m, við suð-
austurhornið inn í næstu vistarveru. Ekki sér greinilega fyrir
innveggjum, enda tóftin samanfallin. b) Innanmál um
4x2 x 0,5-1 m. Framhliðin hefur verið öll úr timbri. c)
Innanmál um 2x2 m. Ekki sér fyrir dyrum svo öruggt sé,
þar sem tóftin er samanfallin. Þær hafa þó sennilega verið á
suðurhlið inn í næsta herbergi. d) Innanmál um 3 x 2 x 0,5-
0,8 m. Dyr, br. um 0,5 m, á miðjum norðausturvegg inn í
næstu vistarveru. e) Innanmál um 2x2x0,8 m. Gangur, um
0,5x3 m, liggur norðaustur úr herberginu að útidyrum. f)
Innanmál um 2x2 m. Inngangur, þ.e. útidyr, líklega á
suðurhlið nálægt framgafli. Samanfallin tóft. - Veggjaþykkt
í rústunum er um 1-2 m.
Annað: Bæjarrústir standa vestanmegin í áðurgreindri lægð.