Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 93
BREIÐFIRÐINGUR
91
miðöldum eða jafnvel heiðni. í þessu sambandi skal athygli
vakin á, að aldursákvarðanir við fornleifaskráningu eru
almennt ýmsum vandkvæðum háðar. Og verða þannig í
sumum tilfellum ónákvæmar og ágiskunarkenndar. Þó má
ekki ósjaldan segja til um aldur af allmiklu öryggi.
Kunnugt er að hérlendir búskaparhættir héldust lítið
breyttir fram um aldamótin 1900. Af því leiðir að síðari tíma
minjar, sem eru flestar að tiltölu, geta gefið ákveðna mynd
af lífskjörum fyrri kynslóða. Yngri minjar verða þannig
fræðilega áhugaverðar ekki síður en þær eldri, sem venju-
lega eru taldar merkilegastar. Þar til nú fyrir stuttu hefur
fornleifafræðin aðeins einbeitt sér að forsögulegum tíma.
Hvað ísland snertir á það einkum við um landnáms- og þjóð-
veldisöld. Önnur tímabil voru talin lítt áhugaverð og á vett-
vangi sagnfræðinga. Á seinustu 15-20 árum hefur orðið
mikilvæg stefnubreyting við ýmsa erlenda háskóla, sem um
síðir hefur einnig skilað sér hingað. Þannig hafa vísinda-
menn tekið að beina sjónum sínum að miðöldum og jafnvel
seinni tímum. Ljóst er, að með aðferðum fornleifafræðinnar
má gefa mun fyllri mynd af menningu fyrri alda en með rit-
uðum heimildum einum saman. Og jafnvel koma fram með
nýja þekkingu, sem getur haft veruleg áhrif á viðteknar
skoðanir. Ekki síst á þetta við um daglegt líf fólks, verk-
menningu, listiðnað o.fl. Engum vafa er undirorpið að vett-
vangur fornleifafræðinnar hefur stækkað umtalsvert, og
fleiri sjónarmið tekin með í reikninginn en áður. Áhrif hafa
m.a. komið frá mannfræði og þjóðháttafræði. Auk þess hafa
aðrar fræðigreinar lagt hönd á plóginn í seinni tíð, s.s. jarð-
fræði, grasafræði og efnafræði. Markmiðið er að öðlast sem
víðtækasta þekkingu og skilning á athöfnum mannskepn-
unnar á fyrri öldum.
Skal nú horfið aftur að fornleifum í Stykkishólmshreppi
og gerð nokkur grein fyrir því sem merklegast þótti. Á fasta-
landinu eru áhugaverðastar rústir í Búðarnesi vegna kenn-
inga um verslun þar á síðari hluta 16. aldar. Einnig eru
athyglisverðar bæjarrústir við svokallaða Hamra, nokkuð