Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
eða annan þjóölegan fróðleik. Einnig er unnt að hagnýta
sér þessa þekkingu við kennslu í sagnfræði, samfélags-
fræðum og skyldum greinum. Síðast en ekki síst vekur
útgáfustarfsemi af þessu tagi athygli á miklum fjölda
ókannaðra rústa í landinu og stuðlar jafnframt að aukn-
um skilningi á þýðingu minjavörslunnar og menningar-
sögu yfirleitt fyrir íslendinga sem þjóð.
TILVÍSANIR
1. Ekki eru tök á að nafngreina alla heimildarmenn hér, en að því stefnt
síðar. Jóhann Rafnsson, fyrrum bankagjaldkeri í Stykkishólmi, veitti
ábendingar og upplýsingar um ýmsar rústir á landi og í Melrakkaey.
Hafði hann jafnframt um langt skeið hvatt til fornleifarannsókna í
heimabyggð sinni og á vissan þátt í að af skráningunni varð. Síðast en
ekki síst naut greinarhöfundur aðstoðar mjög staðkunnugs manns við
fornleifaskráninguna. Þetta var Georg Ólafsson, til heimilis í Ögri
1927-1940, en eftir það í Stykkishólmi. Hafði hann áður komið í allar
Stykkishólmseyjar og stundað heyskap í sumum þeirra. Heimildar-
mönnum öllum er hér með kærlega þakkað fyrir hjálpina.
2. Diplomatarium Islandicum. íslenzkt fornbréfasafn III (Kh. 1896), 328.
(Héreftir kallað Dipl. Isl.).
3. Dipl. Isl. IV (Kh. 1897), 167.
4. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns V (Kh. 1931-1933), 353.
5. J. Johnsen: Jarðatal á íslandi (Kh. 1847), 157 (nmgr. 33).
6. íslenskar þjóðsögur og œvintýri. Safnað hefur Jón Árnason I (Rv.
1954), 531; sama rit VI (Rv. 1961), 178.
7. Dipl. Isl. IV, 167.
8. Jarðabók Arna og Páls V, 353.
9. J. Johnsen: Jarðatal á íslandi, 157 nmgr. 33; sbr. Arbók hins íslenska
fornleifafélags (1923), 42.
10. Snœfellsnes III. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags
(Rv. 1970), 184.
11. Ný jarðabók fyrir ísland (Kh. 1861), 64.
12. Georg Ólafsson, Stykkishólmi. Sbr. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I,
531-532. Þar greinir að Þormóði Eiríkssyni hafi verið sendir 7 draugar
í Vaðstakksey. Flutti hann nokkra til lands, en suma kvað hann niður
í eynni. Heitir þar síðan Draugabæli.
13. Innan í tóftinni fundust nokkur brot af gamalli kolaeldavél. Eflaust
notuð af fólki sem stundaði heyskap í eynni eftir að hún fór í eyði.
Mætti þá ætla að kofinn, sem sennilega er gamall að stofni til, hafi verið
hlaðinn upp og notaður til eldamennskunnar. Georg Ólafsson, Stykk-