Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 99
BREIÐFIRÐINGUR
97
seinna í verkinu. Síðustu aríunni var sleppt, sem var fyrir
dramatíska tenórrödd, sem ekki var til í kórnum. Aría
númer tvö er sérstaklega örðug. Ég æfði þetta hlutverk í þrjá
mánuði, en síðan átti að fara fram próf. Kennarinn hafði
valið dómara, er voru utanaðkomandi og þekktu ekki neitt
til þátttakenda. Fór keppnin fram í æfingasal kórsins. Mér
var dæmt tenórhlutverkið. Við sungum oratoríið tvisvar,
einu sinni í Elgin og öðru sinni í Cristal Lake.
Árin 1930-1940 voru kennd við heimskreppuna miklu.
Það yrði langt mál og erfitt að lýsa því ástandi, sem skapað-
ist á þessum árum. Ekki vil ég reyna að gera það og það yrði
erfitt að trúa því að slíkt ástand gæti skapast í eins ríku landi
og Bandaríkin eru. Ég átti heima í Elgin eftir að ég kom til
baka frá íslandi 1930 til ársins 1936.
Sumarið 1934 var ég beðinn að syngja á skemmtun með
lítilli hljómsveit, sem ég hafði sungið með áður við ýmis
tækifæri. Þetta var á sjúkrahúsi fyrir bækluð börn. Sjúkra-
húsið hafði verið sett á stofn og byggt af ríkri konu. Maður
hennar W.J. Chalmers átti verksmiðju í Wisconsin og fram-
leiddi þar uppskeru- og þreskivélar. Mr. Chalmers var stór-
auðugur. Kona hans Mrs. Chalmers hafði keypt búgarð rétt
fyrir utan Chicago, reist þar sjúkrahús, sem aðeins var ætlað
börnum, er höfðu bæklast vegna berkla. Þarna dvöldu um
150 börn, mörg á hækjum og sum í hjólastólum. Tveir
læknar voru þar auk hjúkrunarkvenna. Einnig voru kennar-
ar, er kenndu í tveimur skólastofum börnum þeim, er voru
rólfær. Fagurt var þarna úti á landinu. í kringum sjúkrahúsið
var stórt svæði, sem hafði verið tún, en var nú slegið viku-
lega. Þarna var mikið af stórum eikartrjám, sem luktu
saman krónum sínum. Á þessum flötum léku börnin sér
þegar veður var gott. Hljómsveitin spilaði í skólastofu, er
hafði svið fyrir skemmtikrafta. - Ég var kynntur sem söngv-
ari frá íslandi. Ég söng nokkur þekkt sönglög og eitt
íslenskt, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson. Þegar dag-
skránni lauk talaði forstöðukonan við okkur. Virtist hún
hafa áhuga á að vita meira um mig. Hún eins og fleiri, vissi