Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 100
98
BREIÐFIRÐINGUR
lítið um ísland. Spurði hún mig m.a. hvað ég starfaði, en ég
sagði henni af högum mínum, að ég hefði ekki stöðuga
vinnu. Hún spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vinna um
sumartímann við grasflatirnar og plönturnar kringum
sjúkrahúsið, sagði að sig vantaði mann til þess. Er ekki að
orðlengja það að ég tók boði hennar með þökkum. Flutti ég
þangað daginn eftir og vann við þessi störf það sem eftir var
sumarsins. Ég fékk fæði og húsnæði og mánaðarkaup. Þegar
kom að hausti og minna var að gera utanhúss, fékk ég starf
við kyndingu og ýmis störf er til féllu innanhúss.
Um jólin settu kennararnir jólasöguna á svið með börnun-
um, sem léku hlutverkin. Forstöðukonan bað mig að syngja
jólalagið Nóttin helga eftir Adolph Adams. Söng ég það á
bak við tjöldin og var ekki séður af áheyrendum. Þetta var
árlegur viðburður að börnin voru látin setja á svið jólasög-
una. Sum þeirra voru á hækjum eða í hjólastólum. Gamla
konan Mrs. Chalmers kom alltaf á jólunum til að sjá börnin
leika þetta. Forstöðukonan sagði mér að Mrs. Chalmers
hefði spurt sig hver hefði sungið á bak við tjöldin. Sagði hún
henni að það hefði verið ungur maður frá íslandi, sem væri
þar í vinnu á staðnum. Nokkru eftir nýárið kom forstöðu-
konan til mín og sagði að Mrs. Chalmers hefði hringt frá
Chicago og beðið hana að senda mig til sín. Hún væri að
bjóða mér að syngja fyrir óperusöngkonu, er héti Mary
Garden. Hún var á þessum tíma löngu hætt að syngja, enda
orðin 61 árs. Hún hafði sungið í óperum í París og var einnig
fræg sem leikkona. Hún hafði einnig verið framkvæmda-
stjóri Chicago Civicóperunnar um skeið. Mrs. Chalmers
óskaði að ég kæmi með píanóleikara með mér. Ég hafði að
undanförnu tekið tíma í raddþjálfun hjá Guðmundi Krist-
jánssyni, sem bjó í Chicago. Hringdi ég því til hans og bað
hann að spila fyrir mig og var hann fús til þess. Mrs. Chal-
mers bjó á tólftu hæð í einu háhýsi Chicagoborgar við vatnið
Lake Chore Drive. Þegar við komum upp á tólftu hæð tók
þeldökkur þjónn á móti okkur og vísaði okkur leið. Mrs.
Chalmers kynnti okkur fyrir söngkonunni. Miss Garden