Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 101
BREIÐFIRÐINGUR
99
spjallaði við okkur um stund, sagðist vera fædd í Skotlandi.
Hún vissi talsvert um ísland, en spurði brosandi hvort vík-
ingar væru enn á íslandi. Svo spurði hún mig hvað ég ætlaði
að syngja, en ég sagðist ætla að syngja jólalagið O, holy
night eftir Adolph Adam. Ég söng þetta lag og eftir beiðni
hennar söng ég það aftur. Þakkaði hún mér fyrir, sagði að ég
hefði bjarta og lyriska tenórrödd. Hún spurði um aldur minn
en sagði síðan, að ég væri orðinn of gamall til að hafa söng
sem atvinnu. Hún sagði að þegar söngvari væri orðinn 25
ára, þyrfti hann að hafa náð toppþjálfun á raddsviðinu og
mikla menntun í músik. Ráðlagði mér að reyna að ná þeirri
þjálfun, er ég ætti völ á og - umfram allt, að halda áfram að
syngja.
Haustið 1936 flutti ég til stórborgarinnar Chicago. Góður
kunningi minn hjálpaði mér til að fá atvinnu þar. Var það
hjá félagi, sem heitir Dictaphone Corporation. Þetta félag
framleiddi skrifstofuvél, sem heitir Dictaphone. Voru þessar
vélar notaðar á flestum skrifstofum og þjónuðu sama til-
gangi og segulbönd gerðu seinna. Fyrst fór ég í skóla og
lærði allt um vélina, en það tók 6 vikur. Eftir það fór ég að
vinna. Félagið leigði vélarnar út og sá um viðhald á þeim.
Þetta var létt og hreinleg vinna. Fyrst vann ég með vönum
viðgerðamanni. Við hófum vinnu kl. 8 að morgni og tókum
við bilanatilkynningum. Það var föst regla að heimsækja
hvert fyrirtæki einu sinni í mánuði og sjá um að vélarnar
væru í góðu lagi. Hver maður varð að skoða 30 vélar á dag.
Var það létt verk, því oft voru margar skrifstofur í hverri
byggingu og vinnutíminn var oft ekki meira en 5-6 tímar á
dag.
Kynni mín af frægum óperusöngvurum í Chicago
Ég hafði nægan tíma til æfinga við söngnámið, er ég hafði
svo mikinn áhuga á. Chicago liggur í miðjum Bandaríkj-
untim og er þess vegna miðpunktur á mörgum sviðum, ekki
sjs»t á sviði lista. Þar er stórt og glæsilegt óperuhús, sem
byggt var eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ég kom þar oft. Mín