Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
fyrstu kynni af því voru í september 1930, eftir að ég kom úr
íslandsferð minni á Alþingishátíðina. Ég hafði lesið í blöð-
unum að hinn heimsfrægi tenor John McCormack ætlaði að
kveðja Chicago með konsert. Ég hefi alltaf verið mikill
aðdáandi hans. Rödd hans hafði ég oft hlustað á, bæði af
hljómplötum og eins er hann söng sjálfur í útvarpi og hafði
rödd hans alltaf fundið hljómgrunn í sál minni. - Engin
tenórrödd hefur hrifið mig meira. Einhvers staðar hefi ég
lesið að hinn frægi Toscanini hafi látið þau orð falla, er hann
heyrði McCormack syngja: „Þessi maður hlýtur að hafa
Stratavari í hálsinum.“ - Eessi konsert er mér eftirminnileg-
ur. Það var í fyrsta sinni er ég sá heimsfrægan söngvara á
leiksviði. Elúsið var fullsetið og mikil hrifning meðal áheyr-
enda. Hann söng mörg aukanúmer og lófaklappinu ætlaði
aldrei að linna. Að endingu söng hann: „I hear you calling
me“ eftir Harford Marshall. Þetta var eitt af óskalögum hans
og eftirsóttast af áheyrendum. Ég hefi heyrt sagt, að eitt sinn
er hann var staddur við messu í kaþólskri kirkju á írlandi, að
þá hafi organistinn, sem vissi að McCormack var meðal
kirkjugesta tekið það upp hjá sjálfum sér að spila þetta lag
á orgelið honum til heiðurs. En eftir messu hafði presturinn
skammað organistann fyrir tiltækið. En organistinn svaraði
að hann gæti ekki trúað öðru en svona fallegt lag væri Guði
þóknanlegt.
John McCormack var mjög trúaður maður. Hann baðst
alltaf fyrir áður en hann söng. Það er sagt um hann að hann
hafi sungið frá hjartanu. Einu sinni var hann í mikilli veislu
í San Francisco með fleirum frægum söngvurum, þar á
meðal barytonsöngvaranum Lawrence Tibbett. Þegar báðir
voru orðnir góðglaðir, sagði Tibbett við hann: „Ég skal
veðja við þig að ég get sungið háa C-ið eins vel og þú.“ John
McCormack svaraði um hæl: „Já, en ég fæ borgað fyrir mín
háu C“.
Af þeim frægu söngvurum er ég heyrði í Chicago eru mér
minnisstæðastir Lauritz Melchior, Kristen Flagstad í óper-