Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 103
BREIÐFIRÐINGUR
101
unni Tristran og Isold, Jussi Björling, Jan Kipura og hinn
frægi, dramatíski tenor, Giovanni Martinelli í óperunni
Othello eftir Verdi. San Carlofélagið, sem var ferðaópera
kom til Chicago á hverju hausti og söng þar í 3 vikur og aftur
að vori í 3 vikur og söng í Autoriumhöllinni á Michigan
Avenue. Þar eru flest bestu hótel borgarinnar og á milli
Michigan Avenue og vatnsins er hinn frægi lystigarður
Grand Park.
í júlí og ágúst voru haldnir þar hljómleikar undir berum
himni og frítt fyrir alla. Voru þá settir upp trébekkir fyrir
tugi þúsunda áhorfenda og þegar sæti þrutu sátu hlustendur
á grasinu. Þetta var kallað músik undir stjörnunum. Oft spil-
uðu þarna symfoníuhljómsveitir og með þeim komu fram
óperusöngvarar og einleikarar, allt listamenn af fyrstu
gráðu. Einu sinni spilaði þar hinn frægi fiðlusnillingur Micha
Elmann. Daginn eftir sagði eitt dagblaðið um konsertinn að
þegar Elmann hefði spilað Ave Maria eftir Schubert hafði
hrifningin verið svo mikil, að stytta Columbusar, sem ekki
var langt frá lystigarðinum - hefði snúið sér við til að sjá
hver væri að spila svo töfrandi.
Eg hafði nú unnið hjá Dictaphone-félaginu í tvö ár og sá
að það var ekki mikil framtíð í því starfi. Ég vissi að það
starf myndi aldrei gefa mér góðar tekjur. Ég hafði farið á
fræðandi fyrirlestra nokkrum sinnum þar sem mönnum var
gert Ijóst, hve hin mörgu og mismunandi störf í þjóðfélaginu
krefðust mismunandi menntunar, en gætu þó veitt manni
alveg eins góðar tekjur. Þetta starf hjá Dictaphone krafðist
aðeins að maður þekkti vélina, sem maður átti að sjá um að
væri í lagi. Maður gat eins verið verið mállaus hvað það
snerti.
Þessi fyrirlesari sagði að sölumennska væri heillandi starf
og lifandi og hefði ótakmarkaða möguleika. Góður kunningi
minn vann sem sölumaður hjá tryggingarfélagi og hvatti mig
til að sækja um starf hjá því. Mér hafði lengi leikið hugur á
því að fá vinnu hjá þessu félagi. - Eftir að hafa talað við