Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 105
BREIÐFIRÐINGUR
103
heíur verið í gildi í 3 ár. - Eftir að námskeiðinu lauk var mér
úthlutað svæði í borginni til að vinna í, og var settur inni í
starfið af eldri manni, sem hafði unnið hjá félaginu í mörg
ár. Maður, er kallaður hafði verið í herinn hafði þetta svæði
áður.
Starf mitt var aðallega fólgið í því að selja alls konar
tryggingar, greiða kröfur, innkalla iðgjöld og stuðla að því
að tryggingunum væri haldið í gangi. Samkeppni var mikil
og unrboðsmenn frá öðrum voru einatt til staðar að bjóða
sína þjónustu og maður varð að hafa sig allan við. Mér gekk
vel að selja og hafði mikinn áhuga á starfinu og sá brátt að
það gaf mér góðar tekjur.
Eins og allir vita kom heimskreppan illa við Bandaríkin
eins og önnur lönd. Eftir að Franklin D. Roosevelt tók við
starfi 1933 sem forseti Bandaríkjanna, setti hann í gang alls
konar starfsemi á vegum ríkisins, sem gaf þúsundum
atvinnulausra manna vinnu.
Eftir hrunið mikla í kauphöllinni í Wall Street í New York
1929, höfðu margir bankar og lánastofnanir orðið gjald-
þrota. Ný lög tóku nú gildi, þar sem innistæður í bönkum -
allt að tíu þúsund dollurum voru tryggðar. Almenningur,
sem átti sparifé, átti nú ekki á hættu að tapa því eða hin
almennu fyrirtæki. Þetta var til mikils öryggis fyrir almenn-
ing.
Tryggingafélagið, sem ég vann hjá, hafði ekki útibú í
öllum fylkjum Bandaríkjanna, en þegar stríðinu lauk ákvað
félagið að opna útibú í Californíu, fyrst í Los Angeles. - Ég
var einn af þeim, sem voru sendir vestur til að opna skrif-
stofur þar. Öll þau ár, sem ég var í Chicago, var ég í íslend-
ingafélaginu Vísi, var skrifari hjá því í nokkur ár. Ég eign-
aðist marga góða vini þar, eins og íslenska konsúlinn Árna
Helgason. Hjá þeim hjónum átti ég margar góðar stundir.
Benedikt Gestsson, Páll Björnsson, Páll Einarsson og fjöl-
skyldur þeirra voru góðir vinir mínir. Heimili Árna Helga-
sonar var ríkis- og myndarheimili, annálað fyrir gestrisni og