Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
myndarskap. Ungt fólk frá íslandi sem kom oft til náms frá
íslandi til Chicago voru tíöir gestir á því heimili og naut það
aðstoðar Árna á mörgum sviðum.
Um hátíðirnar 1945 kvaddi ég svo vini mína í Chicago, því
nú lá leið mín vestur til sólar og sumars.
77/ Californíu
Eftir nýárið 1946 lagði ég af stað til Californíu. Ég lét skoða
bílinn minn til að vera viss um að allt væri í lagi með hann.
Framundan var löng leið, eða um 3500 km. Ég lagði af stað
2. janúar, hafði allan minn farangur í bílnum nema stóra
ferðakistu, sem ég sendi með járnbraut. Þar sem þetta var í
mesta skammdeginu og ég var einn, ákvað ég að hafa stuttar
dagleiðir, svona 4-500 km. Ég fann mér vanalega gististaði
um kvöldmatarleytið. Ég setti mér að taka ekki upp ferða-
langa meðfram veginum sem voru að ferðast „á puttanum“
sem kallað er. Það gat oft reynst mjög hættulegt.
Það var mjög kalt er ég lagði af stað frá Chicago og mikill
snjór. En eftir að kom til St. Lous Missouri var orðið snjó-
laust. Ég ók syðri leiðina, sem er lengri en þá losnar maður
við Klettafjöllin, sem geta verið örðug yfirferðar á miðjum
vetri. Að kvöldi þriðja dags var ég kominn til E1 Paso í
Texas og átti þá eftir 1200 km til Los Angeles. New Mexico
liggur hærra yfir sjó, þar var nokkur snjór, kaldara, en logn
og gott veður. Gegnum Arizona var sólskin og mikið farið
að hlýna. Colorado áin skilur milli Arizona og Californíu.
Pegar komið er að brúnni mætir maður Califoníu-lögreglu,
sem leitar í öllum bílum að ávöxtum, þar sem ólöglegt er að
fara með nokkra ávexti inn í Californíu sökum sjúkdóma-
hættu. Þeir, sem höfðu ávexti í fórum sínum urðu að láta þá
af hendi, voru þeir síðan brenndir, en nýir ávextir gefnir í
staðinn.
Það var eins og að koma í annan heim þegar ég ók niður
hina sólríku dali. Appelsínulundar og döðlupálmar með full-
þroskuðum ávöxtum blöstu hvarvetna við og var það
óvenjuleg og fögur sjón fyrir mig. Meðfram þjóðveginum