Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
Los Angeles er stór borg, liggur bæði á flatlendi, hæðum
og inni í dölum. Strætisvagnar voru þar, en engar neðanjarð-
arbrautir, eða brautir yfir borginni eins og í Chicago. í Los
Angeles er maður tilneyddur að hafa bíl.
Það var mikið af fslendingum í Los Angeles. íslendinga-
félag var þar starfandi, sem hafði samkomur öðru hvoru. Ég
kynntist brátt íslendingum búsettum þar og ungu skólafólki
heiman frá íslandi. Þegar leið fram á vorið og tryggingafé-
lagið hafði komið sér fyrir, tók ég til starfa hjá þeim. Mér
var úthlutað svæði, sem ég skyldi vinna á sem sölumaður.
Tryggingafélögin skipuleggja vel starfsemi sína. Hver
umboðsmaður hefur sitt hverfi og er honum gefinn viss tími
til að skipuleggja sölustarfsemina, svo hann hafi nægar
tekjur af því til að lifa af og félagið hafi sinn hlut einnig.
Fyrstu árin, sem ég var í Los Angeles, bjó ég á Vermont
Avenue. Var það skammt frá miðborginni þar sem trygg-
ingafélagið hafði fengið húsnæði til bráðabirgða. Ekki var
þetta hverfi neitt ákjósanlegt, þarna voru margar verslanir,
en ekki þýddi að setja það fyrir sig vegna þess hversu erfitt
var að fá húsnæði.
Allmargir Englendingar komu til Los Angeles eftir
stríðið. Átti ég eftir að kynnast nokkrum þeirra. Flestir
þeirra höfðu orðið fyrir einhverjum áföllum í þeim mikla
hildarleik. Ég kynntist tveimur sem báðir sögðust hafa
starfað sem höfuðsmenn í hernum. Annar þeirra hét P.
Marshall, en hinn B. A. Smith.
Kvöld eitt er ég kom heim frá vinnu rétt fyrir jólin varð ég
meira en lítið hissa. Ég sá ekki betur en upp hefði sprottið
skógur af fallegum grenitrjám á grasflöt fyrir framan hús
nábúa míns. Þegar betur var að gáð, var þar líka margt
manna. Gekk ég fyrst frá bílnum mínum og fór að athuga
hvað þarna var um að vera. Komst ég fljótt að því að hér var
verið að selja jólatré. Var þar sölumaður, sem talaði með
enskum hrein. Undraðist ég mest sölumennsku hans. Hann
hafði ekki verðmerkt trén. Þetta var líkast uppboði. Kaup-