Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 110
108
BREIÐFIRÐINGUR
sönnuðu það. Albert Smith var vel kunnugur í Hollywood
og þekkti efalaust marga sem hefðu getað rétt honum hjálp-
arhönd.
Kvöld eitt er ég kom heim frá störfum mínum, kom hann
til mín og var mikið niðri fyrir. Var hann þá búinn að semja
mikla áætlun um framleiðslu á kvikmynd sem væri algjör
nýjung. Hún átti að byggjast á því, að auglýsa eftir sambandi
við foreldra, er áttu syni í hernum, bæði í Evrópu og Kóreu,
taka viðtöl við foreldrana og setja á myndbönd, er síðan
yrðu seld hernum. - Svona auðvelt yrði það. Svo ætlaði hann
að fá lán hjá ríku fólki, er auðvitað vildi eignast hlut í fyrir-
tækinu. Og svo var það líka annað sem hann vildi segja mér
frá. - Hann hafði fengið tilboð um leigu á íbúð hjá fólki, er
hann þekkti í Hollywood. Bauð hann mér nú að taka íbúð-
ina með sér ef ég vildi vera svo hjálplegur og borga leiguna
fyrir fyrsta mánuðinn. Síðan gæti hann greitt mér sinn part
seinna þegar fyrirtækið væri komið í gang.
Við fórum og skoðuðum íbúðina. Þetta var lítil íbúð,
svefnherbergi, stofa, eldhús og bað. Ég gekk að þessu og
borgaði leiguna og okkur kom saman um að hann skyldi
hafa svefnherbergið en ég stofuna, svo yrði hvor um sig að
afla húsgagna. Ibúðin var á fyrstu hæð í rólegu hverfi í miðri
Hollywood. Ég var mjög feginn að fá þessa íbúð, en ég var
ekki eins ánægður að hafa Smith sem leigufélaga, því ég var
ekki sannfærður um hversu áreiðanlegur hann væri.
Oft hafa gengið sögur af glæpum í stórborgum. Á þeim 20
árum er ég dvaldi í Chicago varð ég aldrei sjálfur fyrir neinu
slíku en maður sá fréttir um það í blöðunum og voru það helst
stór rán og bardagar á milli mafíuflokka, sem flestir voru af
ítölskum uppruna. Eins og áður segir byrjaði ég vinnu í Chi-
cago hjá tryggingafélaginu, og var vinnutíminn oft fram á
kvöld þegar fólk var heima. Fólk, sem var seint á ferð að deg-
inum varð helst fyrir barðinu á mönnum, er stunduðu glæpa-
iðju. Er ekki því að leyna að oftast voru þetta blökkumenn.
Eftir stríðið var ekki teljandi atvinnuleysi í Norðurríkj-