Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 111
BREIÐFIRÐINGUR
109
unum en nokkuð mun hafa borið á því í Suðurríkjunum,
enda var mikið um fólksflutninga þaðan, t.d. til Californíu.
Margt af þessu fólki hafði litla menntun, var oft ekki fært um
að fylla út verkbeiðni og kunni varla að skrifa nafnið sitt og
varð því oft illa úti með að bjarga sér á heiðarlegan hátt.
Atvinnuleysisstyrk var ekki hægt að fá nema hafa unnið
minnst 6 mánuði í fylkinu.
Kvöld eitt í febrúarmánuði er ég var við störf mín úti í
borginni Los Angeles vissi ég fyrr en negri vatt sér að mér og
stakk skammbyssu í síðuna á mér og sagði mér að kalla ekki
á hjálp, því annars myndi hann skjóta mig á staðnum. Hann
kvaðst ekki gera mér neitt mein ef ég gerði eins og hann
segði. Ýtti hann mér nú inn í þröngt húsasund, tók veskið
mitt og var svo hlaupinn burt. Ég mátti teljast heppinn að
hann skyldi ekki slá mig til óbóta, en það hefði hann gert
umsvifalaust ef ég hefði sýnt verulegan mótþróa. Trygginga-
félagið tryggði alla sína umboðsmenn fyrir svona atvikum. -
í annað skipti sat ég í bíl mínum með opinn glugga hægra
megin, stakk þá negri hausnum inn um gluggann og var hann
með hníf í hendinni og heimtaði peningana. Þetta var um
hábjartan dag á fjölfarinni götu. Ég sá að hann var laf-
hræddur og var hann að gjóta augunum til hliðar, ef einhver
sæi til hans. Ég notaði mér þetta, opnaði hurðina og stökk út
úr bílnum um leið og ég hrópa að þetta væri „Hold up“ til
mannfjöldans á götunni. Þetta nægði, því óðar tók hann til
fótanna sem hræddur héri og hvarf í mannfjöldann. - Þriðja
atvikið var af nokkuð öðrum toga spunnið. Á hverjum degi
var ég kominn á skrifstofuna kl. 8.30 á morgnana og hófst
þá hver dagur með fundi yfir kaffibolla með forstjóra og
öðrum umboðsmönnum og félögum mínum. Eftir fundinn
var haldið til vinnu út í borgina. Þegar ég var staddur á
krossgötum nokkrum, verður mér litið í spegilinn og sé þá
að mér er veitt eftirför af lögreglubíl með blikkandi rauð
ljós. Skipti það engum togum, að ég er þarna króaður af,
skipað að fara úr bílnum og upp á gangstétt og halda hönd-
unum vel upp. Lögreglumaður með skammbyssu í hægri