Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
hendi þuklar mig allan, hátt og lágt, en þegar hann skipar
mér að láta hendur niður virtist mér hann verða fyrir von-
brigðum. Þegar hér var komið spurði hann mig hvort ég
hefði einhvern tíma gert nokkuð glæpsamlegt af mér. Ég
jánkaði því, ég hefði einu sinni ekið yfir götu á rauðu ljósi.
Þá öskraði lögreglumaðurinn: „En hefurðu ekki rænt
banka?“
Eins og áður var sagt var mikið um Englendinga á þessum
slóðum, sem flust höfðu vestur eftir stríðið. Átti það nú eftir
að koma mér í koll. Landar Smiths komu í stríðum
straumum í íbúð okkar til að heilsa upp á hann. Eftir tvo
mánuði fékk ég afar háan símareikning. Englendingarnir
höfðu þá legið í honum þegar ég var ekki heima og hringt út
um allt, jafnvel til Englands. Enginn kannaðist við neitt og
Smith vildi ekki borga fyrir félaga sína, enda skuldaði hann
mér tveggja mánaða leigu.
Eins og nú var komið var ekki um annað að ræða, en
koma honum út úr íbúðinni og næsta dag skipti ég um læs-
ingu á útidyrahurðinni. Smith hafði brugðist lán, sem hann
bjóst við að geta fengið og þar með var kvikmyndagerðin úr
sögunni. Um kvöldið er ég kom heim sat hann á dyratröpp-
unum og kvað lykilinn sinn ekki passa lengur. Sagði ég
honum hvað í efni væri og skyldi hann nú hafa sig úr íbúð-
inni, hvað hann gerði eftir nokkra daga. Ég sá hann
nokkrum sinnum eftir að hann flutti burt, en engar skuldir
fékk ég nokkurntíma greiddar.
Nokkru seinna hringdi íslenski konsúllinn til mín og sagði
frá ungum íslendingi, er var kominn frá íslandi og ætlaði að
vera í skóla í Los Angeles í tvö ár. Bað hann mig að vera
honum hjálplegur og finna fyrir hann húsnæði og lofaði ég
því. íslendingurinn var Örn Harðarson, sem nú var að fara
á listaskóla, sem var ekki langt frá þar sem ég bjó. Bauð ég
Erni að vera hjá mér ef hann gæti gert það sér að góðu. Lét
ég hann hafa svefnherbergið, og einnig að hann mætti nota
eldhús og bað eftir þörfum. Einnig að hann mætti nota
símann. Réðist svo að Örn var hjá mér þessi tvö skólaár.