Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 113
BREIÐFIRÐINGUR
111
Gamlárskvöld í Agura
Albert Smith var alltaf vingjarnlegur við mig, jafnvel og ekki
síður eftir að ég bað hann að flytja burt frá mér. Alltaf var
hann samt auralaus og bað mig oft að skjóta sér í bílnum og
gerði ég það. Einu sinni bauð hann mér að sjá leikrit, sem
hét Valiant, en þar lék hann aðalhlutverkið og tókst það vel
að mér fannst.
Eitt sinn kom hann til mín á gamlárskvöld og bað mig að
keyra sig um 20 km leið til kunningjafólks, sem hafði boðið
honum að koma og „skála út“ árið. Staður þessi heitir Agura
norður af Hollywood, fremur afskekktur. Eessi vinur Smiths
hét Charles Lapworth og bjó þarna með konu sinni. Hafði
hann unnið lengi hjá kvikmyndafélagi í Hollywood, var nú
hættur og kominn á eftirlaun.
Myrkrið var skollið á er við komum á staðinn, var þarna
kastali ljósum prýddur og bílar á hlaði. Það voru ekki nein
hús þarna í kring. Þessi öldruðu hjón höfðu flutt sig út úr
skarkala heimsins, og mig minnir að þau hefðu ekki einu
sinni síma. Parna voru nokkrir kvikmyndaleikarar og tveir
læknar, sem ég hefi gleymt nöfnum á. Albert hringdi dyra-
bjöllunni og frú Lapworth kom út og fagnaði okkur vel og
bauð okkur að ganga inn. Allir voru í góðu skapi og var
óspart skálað. - Ég var mikið spurður um ísland. Larna var
læknir nokkur, sem sagði gestum að víkingar hefðu fundið
landið og þeir hefðu haft með sér viðardrumba, útskorna
með galdrarúnum. Og er þeir hefðu nálgast landið hefðu
þeir kastað trjánum í hafið; þeir hefðu haft trú á því að
kynngikraftur rúnanna myndi vísa þeim til lands þar sem
æskilegt væri til búsetu. - Sagði ég þeim nú söguna af Ingólfi
Arnarsyni og öndvegissúlum hans. Hann hefði komið að
suðurströnd íslands, reist sér þar skála til vetursetu, en
löngu seinna hefði hann sent menn sína vestur með landinu
til að leita öndvegissúlnanna og hefðu þeir fundið þær. Eftir
það hefði Ingólfur og föruneyti hans flutt sig þangað, en þar
væri nú höfuðborg íslands, Reykjavík.