Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
Ég kynnist frœgum óperusöngvara
Þarna í Hollywood kynntist ég manni er hét Paul
Thompson, var hann danskur og kenndi raddþjálfun og
söng. Hann hafði lært í Vínarborg hjá kennara, sem hafði
fengið menntun sína á þessu sviði hjá Manuel Garcia yngri,
sem var talinn allra frægasti raddþjálfari á 19. öld. Paul
Thomson hafði kennt í Kaupmannahöfn með góðum árangri
en fluttist svo til Hollywood eftir stríðið. Hafði hann nú
komið sér upp „studio“ á Sunset Boulevard. Var þar nóg af
efnilegum söngvurum. Á þeim tíu árum, er ég átti heima í
námunda við Paul Thompson, sá ég marga góða söngvara
koma frá skóla hans, þar á meðal var Eilen Christy. Hún
hafði verið í námi hjá honum í eitt eða tvö ár þegar hún tók
þátt í söngkeppni ungra söngvara í Bandaríkjunum. Hún
fékk fyrstu verðlaun og samning við kvikmyndafyrirtækið
Metro Goldwin Meyer. Eilen Christy var frá San Fransisco.
Foreldrar hennar voru bæði alíslensk. Hún söng í kvikmynd-
inni I dream of Jeane hjá Metro Goldwin.
Ég kynntist ungum tenor, sem var í námi hjá Thompson.
Hann hét Reymond, var Spánverji frá Baskahéruðunum.
Reymond var góður kunningi tenorsöngvarans fræga, Tito
Schipa, sem þá hélt til í Hollywood en var hættur að syngja
opinberlega að ég held. Ég lét í ljósi áhuga á að hitta þennan
fræga tenor og lofaði Reymond því. Nokkrum dögum seinna
gafst mér kostur á að hitta söngvarann heima hjá Reymond.
Hann var hinn alúðlegasti, lét ekki mikið yfir sér. Reymond,
sem átti mikið hljómplötusafn spilaði nokkrar plötur fyrir
okkur óperuaríum eftir marga fræga, spænska tenora.
Schipa þekkti þá alla. Hann talaði mest spönsku við
Reymond. Leið nú stundin fljótt yfir glasi af víni og góðum
söng. - Er mér þessi stund ógleymanleg.
Uppi í fjöllum fyrir ofan borgina Lacresene í Californíu er
hótel eða hvíldarheimili byggt í indverskum stíl. Þangað
fóru margir um helgar sér til hvíldar og hressingar úr skark-
ala stórborgarinnar. Var það um klukkutíma akstur frá Los