Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 115
BREIÐFIRÐINGUR
113
Angeles. Paul Thompson fór þangað oft um helgar og sótti ég
hann stundum á sunnudagskvöldum. Eitt sunnudagskvöld er
ég kom uppeftir, sagði hann mér að þar væri maður nokkur,
sem héti Rudolph Gruen, mjög aldraður og yrði hann þar
um stundarsakir sér til heilsubótar. Var hann píanóleikari að
atvinnu og hafði ferðast með hinni heimsfrægu óperusöng-
konu Nellie Melbu á konsertum hennar. Fróðlegt var að tala
við þennan aldraða listamann, sagði hann okkur margt af
ferðum sínum um heiminn með hinni frægu óperusöngkonu.
Einu sinni hefðu þau verið á dúokonsert í Florida, Melba og
Titta Ruffo baritonsöngvari. Þau höfðu hvort sinn píanó-
leikara. Pá skeði það að píanóleikari Ruffos veiktist. Var
Gruen þá beðinn að spila fyrir Ruffo fyrirvaralaust og án
æfinga. Fíafði það ekki verið vandalaust. Titta Ruffo var
mjög frægur þegar hann var upp á það besta og var sagt að
aldrei hefði verið autt sæti nokkurs staðar þar sem hann söng
og líklega hefur aldrei heyrst slík baritonrödd, fyrr eða
síðar. - Ég er svo heppinn að eiga tvær upptökur á plötu
eftir hann, sem ég fann fyrir 25 árum síðan. Pær eru nú
algjörlega ófáanlegar og finnast aðeins á stöku einkasöfnum.
Ég heyrði hann aldrei syngja, en sá hann einu sinni á gangi
á Michigan Avenue (á Strikinu) í Chicago. Hann dó á Italíu
1953, 77 ára að aldri.
í Los Angeles fór ég einu sinni á píanókonsert. Þar kom
fram píanóleikari að nafni Percy Granger. í auglýsingu var
sagt að hann væri frá Ástralíu, væri kanadískur í föðurætt en
af íslensku bergi brotinn í móðurætt. Aðrar heimildir hefi ég
ekki um ætterni hans. Einnig sagði blaðið að hann ætlaði til
íslands. Eftir hljómleikana náði ég tali af honum og spurði
hann um þetta. Sagðist hann hafa í hyggju að fara til íslands
til að hvíla sig og lesa íslendingasögurnar. Ekki veit ég
frekar um þetta, en ég fann umsögn um hann í dönskum
lexikon. Þar var sagt að hann hefði unnið mikið að tónsmíð-
um, bæði í Noregi og Danmörku. Eitt vel þekkt tónverk
eftir Percy Granger er „Country Gardens“.
Uppi í hæðum í Los Angeles er leikhús eitt í grískum stíl.