Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 116
114
BREIÐFIRÐINGUR
Leiksvið og áhorfendabekkir eru undir berum himni. Var
þar einu sinni haldin mikil listasýning. Fórum við fjórir
íslendingar skoða þessa sýningu. Voru það hjónin Hanna
Bjarnadóttir og maður hennar Þórarinn Jónsson, Örn Harð-
arson og ég. Mættum við þar manni nokkrum, miklum að
vallarsýn, öldruðum með hvítgult, liðað hár niður á herðar.
Kom hann til okkar þar sem við vorum að tala saman á
íslensku. Spurði hann okkur hvaða mál við töluðum. Eftir
að við sögðum honum að við værum frá Islandi og mál okkar
væri íslenska, þá sagði hann okkur að á sínum yngri árum
hefði hann leikið í íslensku leikriti. Þá hefði hann verið við
nám við háskólann í Harvard, Mass. Sagði hann nafn leik-
ritsins hafa verið „Ivan of the hills“, sem auðvitað var Fjalla-
Eyvindur.
Eg eignast heimili
Árið 1954 kynntist ég íslenskri konu í Los Angeles. Hafði
hún komið í heimsókn til frændfólks í borginni. Eftir nokk-
urra mánaða dvöl fór hún aftur heim til íslands, en kom svo
aftur til Los Angeles sem innflytjandi. Árangurinn af kunn-
ingsskap okkar varð sá, að við giftum okkur 2. nóv. 1956.
Ég hafði kynnst vestur-íslenskum presti að nafni Guð-
mundur B. Guðmundsson. Hafði hann þjónað mótmæl-
endasöfnuði í Los Angeles, en var nú fluttur til Las Vegas í
Nevada og þjónaði kirkjusöfnuði þar.
Konan mín heitir Borghildur Pétursdóttir. Hún er ættuð
frá Eydölum í Breiðdal. - Hringdi ég til sr. Guðmundar og
sagði honum frá áformi okkar að koma til Lag Vegas og vera
gift í kirkju hans.
Las Vegas er 180 mílur austur af Los Angeles og er veg-
urinn mest yfir eyðimörk þar sem hitinn stígur upp í 110
gráður á Farenheit yfir daginn. Lögðum við af stað frá Los
Angeles eftir sólarlag og komum til Las Vegas eftir mið-
nætti. Með okkur voru í ferðinni einn kunningi minn og
systir Borghildar. Ég hafði pantað gistingu á hóteli, sem var
til reiðu þegar við komum þangað. Las Vegas er, eins og