Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 117
BREIÐFIRÐINGUR
115
flestir vita, hin mesta spilavítaborg heims. Par er sú mesta
ljósadýrð sem ég hefi séð og spilaklúbbum, hótelum og mat-
sölustöðum er aldrei lokað. Þar er allt í gangi 24 tíma á
sólarhring, á vöktum.
Næsti dagur, sem var laugardagur 2. nóv., var afmælis-
dagur Borghildar. Við vorum gefin saman kl. 6 um kvöldið.
Eftir giftingarathöfnina bauð sr. Guðmundur okkur heim til
sín og vorum við þar í góðu yfirlæti frameftir kveldi. Síðan
fórum við út að skemmta okkur.
Eins og áður segir er Las Vegas í Nevadafylki og ein
mesta spilavítisborg í heimi. Spilavíti lætur að vísu ekki vel
í eyrum, en þegar maður kynnist betur þessum stað, kemur
ýmislegt í Ijós, er lætur betur í eyrum. Þarna gilda strangar
reglur og allstaðar er fullt af óeinkennisklæddum eftirlits-
mönnum frá ríkinu, sem sjá um að ekkert fari fram sem gæti
komið óorði á staðinn. Fyrir nokkrum árum skeði það að
þekktur kvikmyndaleikari keypti hótel í Las Vegas. Þá
komst það upp að hótel hans hafði hýst mann, er bendlaður
var við mafíu í New York. Var hótelinu samstundis lokað og
eigandinn varð að selja og hypja sig í burtu. -
En á þessum stöðum eru ógleymanlegir skemmtistaðir.
Þar koma fram heimsfrægir skemmtikraftar og listamenn. Á
hóteli einu sem við gistum á seinna í sumarfríi okkar kynnt-
umst við þessu nánar. Við pöntuðum kvöldverð. Matsalur-
inn var allur með upphækkuðum sætum og sneru þau öll að
mjög stóru leiksviði. Maturinn var mjög góður, en ódýr þar
sem ætlast var til að greitt væri hið rétta verð við spilaborðið.
Meðan á máltíð stóð, komu á sviðið mörg skemmtiatriði,
svo sem fimleikafólk, ballettdansarar og einnig voru skauta-
hlauparar á skautasvelli. Síðasta atriðið var þó athyglisverð-
ast. Þegar tjaldið var dregið frá, kom í ljós stór foss, jafn-
breiður leiksviðinu. Vatnið kom niður einhversstaðar hátt
uppi á bak við.
í Nevada eru engir skattar, því fylkið fær alla sína skatta
af spilahúsunum.
Árin líða og ég vann stöðugt við tryggingarnar en Borg-