Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 118
116
BREIÐFIRÐINGUR
hildur vann á rannsóknarstofu við sjúkrahús áður en við gift-
umst og vann þar áfram. Hún á son frá fyrra hjónabandi og
kom hann í heimsókn til okkar eitt sumarið. Dvaldi hann í
um mánaðartíma meðan hann var í fríi frá námi í Verslun-
arskóla Islands.
Borghildur tók sér ferð heim til íslands sumarið 1962 og
var heima í 3 mánuði. Heimsótti hún fjölskyldur okkar
beggja. Okkur kom saman um að flytja heim til íslands
þegar ég næði 65 ára aldri, en þá myndi starf mitt enda hjá
tryggingafélaginu. Það var vani hjá félaginu, að menn er
höfðu náð þessum aldri, var gefinn kostur á innivinnu, og
yfirleitt léttara starf. Mér líkaði best sölustarfsemin úti við,
það var frjálslegra, og ég þurfti þá ekki að stimpla tímakort
í og úr vinnu.
Við fluttum frá Los Angeles í úthverfi, er heitir Ingel-
wood árið eftir að við giftum okkur. Var það vestar, nær
sjónum, þar var rólegra og betra loft. Bjuggum við þar í átta
ár það sem eftir var af veru okkar í Ameríku. Við vorum
mjög ánægð að búa þarna í þessu dásamlega hlýja loftslagi
og endalausa sumri. Samt var það margt annað, sem við
tókum til athugunar. Við gerðum okkur ljóst, að þegar
aldurinn færist yfir og maður er kominn á elliár, þá er erfitt
að mæta ýmsum aðsteðjandi erfiðleikum sem aldurinn hefur
í för með sér, t.d. sjúkdómum. Ég hafði mikla reynslu á því
sviði úr starfi mínu í 24 ár. Bandaríkin eru ekki velferðar-
ríki, og þar sem ég var kominn að þessu aldursmarki til-
kynnti ég tryggingafélaginu að ég væri að hætta og myndi
segja upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Þetta var í mars 1966, en í júní ákváðum við að hafa allt
tilbúið til íslandsferðar. Þegar að því kom, sneri ég mér til
fyrirtækis, sem sá um að pakka búslóðinni í stóran gám.
Skyldi það sjá um flutninginn með járnbraut til New York
og þaðan með skipi til Islands.
Það var ekki svo auðvelt að hlaupa frá starfi eins og mínu.
Starfinu hafði fylgt að innheimta iðgjöld og greiða kröfur.
Þannig fóru oft stórar peningaupphæðir í gegnum mínar