Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 123
BREIÐFIRÐINGUR
121
Guðbjörg Björnsdóttir
Eitt ár í Ghana
Það var í júlímánuði 1986 að ég fór til Afríku sem skiptinemi
á vegum samtaka hér á landi er nefnast Alþjóðleg ung-
mennaskipti (AUS). Ferðinni var heitið til Ghana og þar
dvaldi ég í 1 ár.
Ástæðan fyrir þessari ferð minni var sú, að mig langaði til
fjarlægra landa, langaði að svala eitthvað útþránni eins og
stundum er komist að orði. Afríka er vissulega framandi og
fjarlæg okkur flestum, en hví ekki að takast á við hið
óþekkta?
Ghana er á vesturströnd Afríku og er stærð landsins
239.611 ferkm. Landið liggur í hitabeltinu og skiptist í tvö
gróðurbelti, þ.e. regnskóga- og savannasvæði. íbúarnir eru
um 14 milljónir talsins og talið er að þar séu um 50 þjóð-
flokkar.
Ghana var eitt af fyrstu ríkjum sunnan Sahara, sem hlaut
sjálfstæði og var það árið 1957. Menntunarástandið í landinu
var óvenjugott miðað við önnur Afríkuríki. Þar var góður
hópur vel menntaðra manna, er gátu tekið við stjórn ríkisins
af nýlendustjórn Breta.
í norðurhluta landsins býr fólk enn við frumstæðar
aðstæður, landið er ófrjótt og þar ríkir mikil fátækt. Annars
er Ghana mjög auðugt land eins og sést af því, að er sunnar
dregur, blasa við auðug landbúnarhéruð. Kakó er helsta
útflutningsvaran, auk ýmissa málma, s.s. gulls og demanta.
Timbur er líka flutt út í stórum stíl.
Allan þann tíma, er ég bjó í landinu, var ég á svæði er
kallast Ashanti. Stærsta borg þessa svæðis heitir Kumasi,
næststærsta borg í Ghana. Ég bjó í útjaðri þessarar borgar.