Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 124
122
BREIÐFIRÐINGUR
Konur við eldamennsku í þorpinu Damango. - Hér er verið að búa til Fow-
Fow, sem er einn af algengustu réttum Ghanabúa.
Fjölskyldan er ég bjó hjá var af Ashantiþjóðflokki og hafði
hún flust til borgarinnar fyrir u.þ.b. 10 árum. Fjölskyldan
var 6 manns, þ.e. eldri kona, oftast kölluð mamma, dóttir
hennar, sem var ekkja og fjögur börn hennar. Samband mitt
við þetta sterka og dugmikla Ashantifólk varð fljótlega mjög
gott og var ég meðhöndluð eins og ein úr fjölskyldunni.
Afstaða þeirra til mín gerði það líka að verkum, að ég átti
greiðari leið inn í menningarheim þeirra og siði.
Húsnæðið, sem fjölskylda mín bjó í var mjög lítið og að-
staða þar á margan hátt frumstæð. Dagleg störf voru að
mestu leyti unnin úti við, s.s. eldamennska, þvottar o.fl.
Nóg var af rennandi vatni í húsinu og var það eitt af því, sem
margir áttu ekki kost á, því oft herjar á ýmsa landshluta
Ghana mikill skortur á góðu vatni. Miklir þurrkar gera það
að verkum að fólk verður oft að fara langar leiðir eftir vatni.
í Kumasi vann ég hjá fyrirtæki er kallast Kumasi Brewery
Limited. Þetta fyrirtæki er eitt af stærstu bjórframleiðslu-
fyrirtækjum í Ghana. Starf mitt fólst aðallega í kynningu,
þ.e. ég flakkaði á milli deilda og svo vann ég þar á skrifstofu,
er sá um allt starfsmannahald. Þetta var mjög spennandi við-