Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 127
BREIÐFIRÐINGUR
125
Við komum að Ásgarði seint um kvöld og var komið
myrkur eins og haustmyrkur getur svartast orðið. Húsbónd-
inn, Bjarni Jensson hreppstjóri, tók á móti mér og sagði,
eftir að ég hafði greint frá ferðaáætluninni: „Ég sleppi þér
ekki á Svínadal undir nóttina. Þú verður kyrr hér í nótt og
getur svo tekið daginn snemma.“ Óskar sagðist aldeilis ekki
hafa samþykkt þessi tilmæli Bjarna og sagðist hafa sagt
honum að vestur að Hvoli skyldi hann um kvöldið. „Ja, þú
hefur ekki mitt leyfi til þess“, mælti Bjarni, „og ef þú verður
eitthvað hræddur, eða verður fyrir óþægindum, þá snýrð þú
við og kemur hingað.“ - Óskar sagðist þá fara í sjálfs síns
leyfi. Bjarni fylgdi Óskari upp fyrir túngarðinn og kvöddust
þeir við skemmuna, er stóð við gamla túngarðshliðið, en
skemmu þá átti Pétur Pétursson, þá húsmaður í Ásgarði.
Hrossin, sem Óskar hafði, voru grá hryssa, er hann átti
sjálfur og klárar tveir, sem sr. Jón Guðnason átti, var annar
þeirra rauður að lit en hinn skjóttur og settist Óskar á hann
þegar lagt var af stað frá hliðinu í Ásgarði.
Segir nú ekki af ferðum hans fyrr en hann er rétt kominn
í mynni Svínadalsins, sunnan svonefnds Jónsvaðs. Gellur þá