Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 128
126
BREIÐFIRÐINGUR
við vein mikið og hvellt. Hrukku hestarnir við er þeir heyrðu
það. Rétt í sömu andrá gellur við annað hljóð og hið þriðja.
Skipti þá engum togum að hrossin snarbeygðu af veginum og
varð Óskar að gæta ýtrustu varúðar við að stíga af baki
skjótta klárnum. - Óskari virtist hljóðið koma handan yfir
Svínadalsána, eða eftir því sem næst verður komist - frá svo-
nefndum Pokafossi, sem er neðarlega í Seljadalsá, en árnar
koma saman rétt fyrir neðan Jónsvað. Auðheyrt var af frá-
sögn Óskars að þessi atburður stóð honum ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum og lét hann svo ummælt að þessi fyrir-
burður væri eiginlega það eina af öllu dularfullu sem hann
hefði orðið verulega hræddur við.
En honum var allt annað í hug þetta dimma haustkvöld en
snúa við og leita gistingar í Ásgarði eftir orðaskipti þeirra
Bjarna fyrr um kvöldið. Áfram skyldi ferðinni haldið hvað
sem tautaði. Án nokkurrar umhugsunar snarast hann ber-
bakt á Gránu sína, skilur hnakkinn eftir á skjótta klárnum
og er strax kominn á þeysireið. - Segir það nokkuð um
hræðslu hans að hann skyldi snarast á hryssuna án þess að
leggja á hana hnakkinn. En Gránu sinni treysti hann full-
komlega, hvað sem í kynni að skerast. Var nú sprettinum
áfram haldið linnulítið dalinn á enda, enda varð hann ekki
var við neitt ókennilegt það sem eftir var leiðar. Klárana rak
hann lausa. Segir ekki af ferð hans frekar fyrr en hann stígur
af baki við Hvolstún í Saurbæ. Hann telur að hann hafi verið
klukkutíma milli bæja, þ.e. frá Ásgarði að Hvoli og er sá
ferðahraði á hestum með miklum ólíkindum.
Ekki leikur vafi á að þarna hafa einhver óskýranleg hljóð
borist Óskari að eyrum, þótt hafa skyldi í huga að myrkur og
einvera hafa löngum magnað skynáhrif fólks.
Messa í Manheimaklettum
Árin, sem fjölskylda Óskars dvaldi í Manheimum á Skarðs-
strönd, eða frá 1903-1906 kom það í hans hlut að sitja hjá
kvíaám. Oftast sat hann hjá uppi á Skarði, en svo er nefnd