Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 129
BREIÐFIRÐINGUR
127
lægðin, sem er á fjallsrananum milli Skarðs og Búðardals, en
af skarði því dregur bærinn nafn sitt.
Oskar á margar hugljúfar minningar frá þessum smala-
árum en tíðræddast hefur honum orðið um álfabyggð þá, er
hann varð var við í Manheimaklettum og þar í grennd.
Einu sinni sem oftar var hann að koma með ærnar ofan úr
skarðinu og niður hjá Manheimaklettum. F>á heyrir hann
söng fagran úr klettunum og virtist honum sem sungið væri
við messugjörð eða kirkjulega athöfn. Óskari sagðist svo
frá: „Ég studdist fram á smalaprik mitt, sem var brotið hrífu-
skaft og gat ekki annað en hlustað, svo fagur var söngurinn.
Ég sá inn í klettana, eða svo virtist mér, ég sá mann
skrýddan, er tönaði líkt og við venjulega messu. Mér mun
hafa dvalist alllengi þarna, kannske allt að klukkutíma, því
þegar ég kom með ærnar heim, þá fékk ég skammir fyrir að
koma svona miklu seinna með þær en mér bar skylda til.“
Við annað tækifæri var hann að koma ofan úr skarði, þá sá
hann konu eina standa við klettana en á þeim stað myndast
dálítið skarð inn í þá. Aldrei fékk hann álfafólk til að tala
við sig, þótt hann reyndi að ávarpa það.
Á þessum árum var það að Óskar kom í fyrsta sinn að
Geirmundarstöðum, er á þessum árum var hjáleiga frá
Skarði. Gömul kona, er Guðbjörg hét, fór að ræða við Óskar
um hitt og þetta. Hún sagði m.a. eitthvað á þá leið við hann,
að alltaf skyldi hann vera góður við álfkonurnar sem hann
kynni að sjá, þær myndu þá aldrei verða honum til ama.
Mannlíf í Skarðsstöð
Á Manheimaárunum var Óskar Bjartmarz tíður gestur í
Skarðsstöð, enda vann Bjartmar faðir hans þar við verslunar-
störf. Um allar aldir geymdu Skarðverjar þar skipastól sinn,
enda höfnin þar með þeim allra bestu við Breiðafjörð.
Fáar heimildir eru tiltækar um mannlíf þar fyrir 1700. Það
er fyrst við manntal þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídal-
íns 1703 að getið er barnlausra hjóna er þar bjuggu þá. Það