Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 130
128
BREIÐFIRÐINGUR
er svo ekki fyrr en um 1890 að heimildir greina frá búsetu
þar. Þá sest þar að verslunarmaðurinn og síðar bankastjór-
inn Björn Sigurðsson, en hann var áður farinn að reka
verslun úti í Flatey. Fiann er þó ekki talinn eiga heima í
Skarðsstöð nema eitt eða tvö ár, enda stóð fé hans víða
fótum. Hann mun t.d. um skeið hafa átt hlut í verslun í
Kaupmannahöfn. Bróðir hans Bogi tók fljótlega þátt í versl-
unarrekstrinum í Skarðsstöð. Stóð svo allt þangað til að
hann flyst til Búðardals og setur þar upp verslun fyrstur
manna og gerist um leið faðir þorpsins.
Samfelld búseta var þó ekki nema um 20 ára skeið í Stöð-
inni og síðastur kaupmanna þar var Guðmundur Jónasson,
prests Guðmundssonar á Staðarhrauni og Skarði. Guð-
mundur rak verslun í Skarðsstöð árin 1901-1911 og hafði þá
jafnframt bú á Skarði.
Á þeim árum, sem Óskar var í Manheimum, var hvað
mest umleikis í Stöðinni. Staðurinn hafði verið löggiltur sem
verslunarstaður 1883 og lét Björn Sigurðsson strax byggja
myndarlegt verslunarhús ásamt hafskipabryggju og fleiri
mannvirkjum. M.a. lágu járnbrautarteinar eftir bryggju að
pakkhúsi.
Óskar man a.m.k. eftir 4 fjölskyldum, sem dvöldu í stöð-
inni á þessum árum. Meðal þeirra fjölskyldna, er hann man
eftir voru þeir bræður Guðmundur og Kristján Jónassynir,
en Kristján rak seinna lítilsháttar verslun í Búðardal. Bjarni
verkamaður Bjarnason, ættaður frá ísafirði var í Stöðinni og
þegar hann giftist Júlíönu Guðmundsdóttur - systur sr.
Sveins, er seinna varð prestur í Árnesi á Ströndum, þá hélt
Guðmundur Jónasson „stóru veisluna“, sem svo var nefnd.
Var sú veisla lengi í minnum höfð þar á ströndinni. Var þar
bæði mjöður og mungát og fjölda manns boðið af landi og
úr eyjum.
Minnisstæðast er Óskari þegar hann var skikkaður til að
flytja vatn ofan frá Manheimum og niður í Stöð. Svo var mál
með vexti að Guðmundur kaupmaður Jónasson keypti báta-
vél frá Danmörku og lét setja hana í bát er hann átti í Stöð-