Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 131
BREIÐFIRÐINGUR
129
inni. - Petta var rétt um síðustu aldamót og Guðmundur því
með þeim fyrstu, er vélar settu í báta. Danskur mótoristi
kom með vélina til landsins. Dvaldi hann eina eða tvær vikur
í Stöðinni, kom vélinni fyrir í bátnum og kenndi alla með-
höndlan þar að lútandi. Maður sá, er mest var látinn læra
alla meðferð vélarinnar var Ebeneser Guðmundsson,
smiður, er dvaldi um þetta leyti á Skarði. Hann fluttist síðar
til Búðardals og bjó þar í mörg ár. Vélanámið gekk eins og
í sögu og var Ebenesar orðinn fullfær um alla meðferð vél-
arinnar áður en sá danski fór.
Vélameistarinn danski þurfti mikið á vatni að halda
meðan hann var í Stöðinni, og gerði strangar kröfur um
vatnsgæði. Afsagði hann með öllu að nota vatn, er var til
staðar í nágrenni. - Rétt hjá Manheimum rennur lækur einn
lítill, sem Gvendarlækur nefnist. Á nafn hans efalaust rætur
að rekja til Guðmundar biskups góða eins og víðar er.
Komu nú vatnsflutningar frá Gvendarlæk og niður í Stöð í
hlut Óskars. Sagðist hann hafa reitt vatnið í brúsum niður
eftir. - Svo var nefnilega mál með vexti að vélameistarinn
þurfti vatn annað slagið til að geta blandað sér góðan
drykk. Mun staðarhaldarinn í Stöðinni ekki heldur hafa
dregið úr þeim framkvæmdum.
Þorvaldur yngri úr Hrappsey fluttist ásamt Helenu konu
sinni til Skarðsstöðvar og dvaldi þar um tíma. Frændi Hel-
enu, Magnús Gíslason var vinnumaður á Skarði. Ingibjörg,
kona Jóns Þorleifssonar kaupfélagsstjóra í Búðardal var
dóttir Þorvaldar og Helenu.
Mjög var gestkvæmt oft í Starðsstöð sem vonlegt var.
Þangað var um tvo áratugi sótt verslun úr vesturhluta Dala-
sýslu og úr eyjum.
Einu sinni þegar Oddur læknir Jónsson á Miðhúsum kom
út úr verslunarhúsinu ásamt Guðmundi kaupm. Jónassyni,
rak hann augun í mann, sem stóð uppi í háum stiga við að
mála verslunarhúsið. Sagði þá Oddur og beindi orðum
sínum upp til mannsins - „Þú dettur í dag, djöf.... þinn“.
Guðmundur hafði orð á að ljótt væri af lækninum að láta slík