Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
orð falla. En - viti menn, svona tveimur klukkustundum
seinna féll maðurinn niður úr stiganum, án allra meiðsla þó.
Óskar minnti að sagt hefði verið að Oddur hefði verið all-
mikið undir áhrifum af drykkju í þetta sinn.
Benedikt S. Kristjánsson
„Engum var Torfi líkur“
Benedikt S. Kristjánsson, fyrrum bóndi á Stóra-Múla í Saurbæ, kynntist
mætavel heimilinu í Ólafsdal á dögum Guðlaugar og Torfa. Hann hafði frá
ýmsu að segja og fer hluti af frásögn hans hér á eftir.
Mér er margt minnisstætt frá liðnum árum, sérstaklega frá
uppvexti mínum og þroskaárum. Pó eru hvað skýrastar í hug
mínum minningarnar frá kynnum mínum af Torfa í Ólafsdal
og heimilinu þar.
Á unglingsárum mínum dvaldi ég tvisvar að vorlagi í
Ólafsdal. Eótt ég tæki ekki þátt í daglegu námi, var það þeim
mun meira, sem ég sá og lærði í verklegu á staðnum. Þarna
voru mikil umsvif, voryrkjan um tún og garða í fullum gangi,
gestanauð mikil. Mér fannst þetta allt, unglingnum, ljúka
upp dyrum að nýrri, áður óþekktri veröld.
Mér er minnisstæður einn fagur vormorgun í Ólafsdal. Ég
fékk þótt ungur væri að fylgja skólanemendum til vinnu, en
í rauninni finnst mér núna að nemendurnir í Ólafsdal væru
venjulegir heimilismenn, er ynnu heimilinu af trú og dyggð.
Allir voru komnir út á hlað við skólahúsið og ég beið eins og
aðrir eftir því að húsbóndinn segði mér fyrir verkum, eða
var mér ekki ætlað að gera eitthvað - eins og hinum? Jú, allt
í einu víkur Torfi sér að mér hvatlega og spyr: „Getur þú
látið aktygi á 3 hesta - kanntu það?“ Án þess að bíða eftir
svari snarast Torfi inn í skemmu og kemur út með aktygin og
ég hjálpa til. „Þú átt að gera þetta svona“, sagði hann um
leið og hann sýndi mér með snöggum handtökum hvernig