Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 134
132
BREIÐFIRÐINGUR
lengi stórbú. Hann hafði menn við túngarðshleðslu og voru
þeir að verki þegar Torfa í Ólafsdal bar að. Eftir að hann
hafði heilsað, horfði hann um stund á verklag þeirra. Gekk
hann svo nær og bað þá að ljá sér stunguskóflu. Byrjaði
Torfi að stinga „snyddu“ þá, sem hlaðinn var með garður-
inn. „Svona eru hnausarnir rétt stungnir“, mælti Torfi,
kvaddi og fór. Fljótt munu stungumenn hafa fundið að
stungulag Torfa var betra en þeirra og varð mér þetta síðan
minnisstæður atburður.
Það mun hafa verið tveimur eða þremur árum fyrir andlát
Torfa (1915) að ég var fylgdarmaður sr. Sveins Guðmunds-
sonar, er þá þjónaði Staðarhólsþingum ásamt Garpsdals-
sókn. Var yfirleitt komið við í Ólafsdal í báðum leiðum,
enda oft að vetrarlagi seinfarið kringum Gilsfjörð. Einu sinni
sem oftar urðum við seint fyrir í firðinum og komum seint
um kvöld til gistingar í Ólafsdal. Eftir kvöldverð leiddi Torfi
okkur inn á skrifstofu sína. Það fór ekki framhjá okkur að
Torfa var brugðið nokkuð. Kvartaði hann um sjónleysi,
sagðist þó vera að skrifa ritgerð, er hann ætti að vera búinn
að senda til birtingar, en sjóndepran gerði sér erfitt fyrir.
Kynnti hann fyrir okkur efni greinarinnar, en efnið man ég
ekki lengur. Þá sagði sr. Sveinn: „Af hverju lestu ekki Mar-
kúsi syni þínum fyrir og lætur hann skrifa þetta fyrir þig?“
„Hann Markús“, mælti Torfi aðeins, og féll talið þar með
niður.
Nú var það öllum kunnugt, er eitthvað þekktu til Mar-
kúsar Torfasonar að hann var ýmsum góðum hæfileikum
búinn, þótt faðir hans - í þessu tilviki, vildi ekki biðja hann
um aðstoð. Annað mál er það, að Markús var hneigðari fyrir
ýmsa aðra hluti en búskap, þótt hann, að föður sínum
látnum tæki við búi í Ólafsdal. Á sviði félagsmála var Mar-
kús mikilvirkur, jafnvel svo, að við fáa verður jafnað í sveit
hans meðan hann hélt heilsu og kröftum. Greina má frá því
t.d. að ungur lærði hann orgelspil, var lengi organleikari í
kirkju sveitarinnar, stofnaði söngkóra, mjög góður á leik-
sviði og tók mikinn þátt í almennu félagslífi sveitar og sýslu.