Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 135
BREIÐFIRÐINGUR
133
Hann var talinn glímumaður góður á yngri árum og mun
hafa kennt þá íþrótt um skeið, góður smiður, bæði á tré og
járn.
Það þarf engan að undra þessa afstöðu Torfa til sonar
síns, hvorutveggja var, að hann fann ekki þann eldlega
áhuga hjá honum gagnvart búskap og landbúnaði, sem hann
vafalítið hefði óskað eftir og svo hitt, að sjálfur vildi hann
með eigin höndum fylgja eftir sínum áhugamálum, er alla
tíð voru honum sem heilög.
Páll Vídalín Magnússon frá Bjarnastöðum
Mannlíf í Saurbæ
Þegar þeir bræður Ketilbjörn og Benedikt, synir Magnúsar
hreppstjóra í Tjaldanesi í Saurbæ, voru nokkuð innan við
fermingu, var það eitt sinn að faðir þeirra bað þá að sækja
hesta. Venjulega voru Tjaldaneshestarnir ýmist út á hlíð
eins og kallað er, út á Sölvatanga, eða yfir í Oddanum, sem
gengur fram milli Hvolsár að austan og Staðarhólsár að
vestan. Þeir bræður komu strax auga á hesta yfir í Odda, og
þar sem ekki var fallið upp í árnar að ráði, þá óðu þeir yfir
Staðarhólsá og könnuðu hestahópinn þar, en ekki voru þar
hestarnir, sem þeir áttu að sækja. Hins vegar voru þar tveir
járnaðir hestar og datt nú piltum í hug að láta þá létta sér
leitina. Brugðu þeir sér á bak eftir að hafa beislað og skelltu
á þeysireið við að kanna frekar hestastóðið, sem var til og
frá á Oddanum. Allt í einu var þeim litið upp eftir Oddanum
og sjá þá að maður kemur ríðandi á flugferð í áttina til
þeirra. Þarna var raunar eigandi hinna stolnu hesta á ferð og
kenndu þeir fljótt manninn, sem var Indriði bóndi Gísla-
son á Hvoli. - Nú voru góð ráð dýr. Tveir kostir voru fyrir
hendi, að gefast strax upp og afhenda Indriða hestana og fá
bullandi skammir, og hver veit hvað - eða fara áfram á hest-