Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 136
134
BREIÐFIRÐINGUR
unum. Hækkað hafði mikið í ánum, því hörkuaðfall var
komið og Staðarhólsá yrði að sundríða. Það gerðu þeir og
allt fór vel. Strax Tjaldanesmegin á bakkanum voru beislin
tekin af reiðskjótum og voru þeir látnir synda til baka, en
þar tók eigandinn á móti þeim. - Tjaldaneshestana fundu
þeir loks út á Hlíð.
Næsta sunnudagsmorgun kvaðst Magnús bóndi í Tjalda-
nesi ætla að fara til kirkju að Hvoli og skyldu þeir bræður
báðir koma með sér. Þýddi nú ekkert í móti að mæla, þótt
þeir bræður af skiljanlegum ástæðum hefðu fremur kosið að
fara á alla bæi aðra í Saurbæ. Reið nú Magnús ásamt fjöl-
skyldu sinni að Hvoli og hófst strax messan. Þeir bræður,
Ketilbjörn og Benedikt, voru þungt hugsandi undir messu-
gjörðinni. Hvaða kosti myndi hinn aldni, virðulegi Hvols-
bóndi setja þeim? Augljóst var að nú myndi hestastuldurinn
komast upp og í áheyrn föður þeirra. Bræðurnir fylgdu
föður sínum út úr kirkjunni en á hlaðinu fyrir utan heilsuð-
ust þeir Indriði og Magnús. - En hvað var nú - lognið á
undan storminum? Hvolsbóndi klappaði á koll drengjanna
um leið og hann rétti þeim hendi, en sagði um leið: „Eetta
tókst vel hjá ykkur drengir“. - „Hvað var það?“ spurði faðir
þeirra. „Það var lítilræði, Magnús minn“, mælti Indriði á
Hvoli og sló strax út í aðra sálma.
Eftir þetta þótti Tjaldanesbræðrum vænt um gamla bónd-
ann á Hvoli.
Nokkurt umtal varð í Saurbæ út af atburði einum, sem átti
sér stað í einni kennslustund í Ólafsdalsskóla, enda lá þar
við að illa færi.
Torfi skólastjóri var fjarverandi, en hann hafði sett Bene-
dikt Magnússon frá Tjaldanesi skólastjóra á meðan, enda
var Benedikt kennari við skólann.
Piltar sátu í kennslustofunni og áttu að skrifa hjá sér það
sem kennarinn var að tala um. Var þetta venja þar í flestum
bóklegum greinum.
Nemendur sátu á svonefndum kjaftastólum. Var vaðmál
strengt á stólgrindurnar og haldið með negldum leðurrenn-